Kirkjuritið - 01.04.1952, Page 64

Kirkjuritið - 01.04.1952, Page 64
128 KIRKJURITIÐ ans að haustboðinu í Grímstungum. Það var langur og fjölbreytilegur skemmtidagur. Fyrst var stigið á gæðinginn um morguninn. Margur hnussar nú við því að fara ríðandi á skemmt- unina. Það þykir ærið fátæklegt. Hvað er ég að segja? Það, sem fjöldinn hugsar. En er ekki þarna ein perlan, sem æskan hefir glatað úr lófa sínum um leið og hún greip hundasúru eða annað enn hégómlegra til að tyggja? Öður bílsins hefir enn ekki verið sunginn eins og hestsins: Sá drekkur hvern gleðinnar dropa í grunn, sem dansar á fáksspori yfir grund. í mannsbarminn streymir sem aðfallsunn af afli hestsins og göfugu lund. Maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur, og knapinn á hestbaki er kóngur um stund, kórónulaus á hann ríki og álfur. (E. B.). Mikil lofdýrð. En er hún úr hófi? Hefir þú aldrei fund- ið, hvernig þú ert næstum eins og dauður kálfsskrokkur í höndunum á bílstjóranum, sem brunar með þig beint af augum eftir grýttum veginum. En þekkir þú ekki hitt, að vera kóngur á hestbaki, að ráða ferðum þínum sjálf- ur? Að leggja undir þig landið að vild, og leika þér jafn- vel að skýjum himinsins. Reisa úr þeim hallir, sigla með skipum þeirra langt, langt út í heiminn. Og fer ekki held- ur eitthvað fyrir þér og fremur hægt að líta á þig, þú geysist fram með ánni á fallegum gæðingi, heldur en þú veltir í hlaðið í ljótum kassabíl? 1 fám orðum sagt. Æskan gæti enn í dag aukið skemmt- un sína oft og tíðum með því að njóta þess unaðar og þeirrar göfgi, sem Islendingar hafa í þúsund ár notið á hestbaki. í öðru lagi sjáum við, að þeir gátu skemmt sér þarna

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.