Kirkjuritið - 01.04.1952, Page 68

Kirkjuritið - 01.04.1952, Page 68
132 KIRKJURITIÐ saman til þess að skemmta hver öðrum. Þess vegna er rétt, að allir greiði jafnan aðgangseyri. En nú tíðkast það meir og meir, að fáeinir gestir tileinka sér samkom- una. Nokkrir karla og konur para sig sagan, þegar í upphafi, og svo dansa þessi pör það, sem dansað er á annað borð. Hinir, oft mikill meiri hluti, situr hjá eins og hornrekur eða menn, sem hafa verið dæmdir úr leik. Þegar bezt lætur, eins og auðmjúkir áhorfendur, ekki ósvipaðir fátæklingunum, sem í borgunum reyna að gægj- ast inn um gluggana á gleði hinna ríku. Þetta er miklu meira mál, og meira alvörumál en ætla mætti um skemmtanamál. Eitt erindi úr hinu mikla kvæði Einars Benediktsson- ar ætti að standa yfir öllum dyrum og fremst yfir öll- um samkomudyrum: Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt sem dropi breytir veig heillar skálar, þel getur snúizt við atorð eitt, aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka. 1 þessu erindi er lýst mörgum harmsögum, sem gerzt hafa á svokölluðum skemmtunum. Ingibjörg Ólafsson hefir sagt ógleymanlega sögu af því> hvað dýrt það getur orðið að skemmta sér á kostnað annarra. Fátækur drengur af afskekktum bæ var tekinn fyrir af skólasystkinum sínum. Þau kölluðu hann bjána og stjökuðu honum frá leikjum sínum. Þetta bugaði barnið- Strengur gleðinnar brast í brjósti þess. Dauðinn einn gat læknað sár þess. Og fyrst við líkbörur litla drengsins skildu hin bömin, hvað þau höfðu framið, eins og valur-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.