Kirkjuritið - 01.01.1953, Side 6

Kirkjuritið - 01.01.1953, Side 6
4 KIRKJURITIÐ að vér höfum séð til þess vegar, er vér áttum að ganga, þótt oss brysti oft til þess þrek og djörfung. Guð hefir ekki látið oss eftir munaðarlaus, heldur leitt oss úr villum og ógöngum. Saga vor um liðin ár sýnir oss og sannar fyrir augliti Guðs, að öll er hjálp af honum. Svo er saga vorrar þjóðar um liðnar aldir. Guðssam- félag hennar hefir varið hana dauða, kristindómur hennar og kristin kirkja gætt hana þori og bjartsýni til þess að standast allar þær ógnir, sem að henni hafa steðjað, elda og ísa, hungur og harðrétti, kúgun og kröm og drepsóttir. Fyrir kristna trú hafa feður vorir og mæður orðið ósigr- andi hetjur í lífsbaráttunni og megnað í lágum hreysum við daufar ljóstýrar að gefa heiminum ódauðleg listaverk. Því betur sem þjóðin hefir verið kristin, því hærra hefir risið menning hennar. Hún hefir varðveitt tungu sína og þjóðerni, allt, sem henni er mikilvægast — sál sína. Hún hefir fundið iðgræna haga á öræfagöngu sinni, skjól og hlíf. Guð hefir leitt hana sem sina þjóð. Hún hefir fengið að reyna í ríkum mæli við hönd honum: ÖU er hjálp af þér. Hún getur farið að dæmi Samúels sjáara forðum, er hann reisti þjóð sinni minningastein og lét svo um mælt: Hingað til hefir Drottinn hjálpað. f þeim huga skulum vér nú horfa fram til komandi árs og ára í þökk til Guðs. Vér segjum oft, að því verði í engu breytt, sem liðið er, en það er ekki rétt. Um margt verður t. d. bætt, og útsýnin getur orðið bjartari og fegri yfir farna leið, ÞV1 hærra sem leitað er upp fjallið. Æfistefnan á að miðast við lífsreynslu vora, er vér eigum styrkast samfélag við Guð. Þá erum vér sönnust og bezt. Þá er lífsgæfan vís, því að hún er komin undir guðssamfélaginu. Já, hún er guðssamfélagið, eins og höfundur Jobsbókar sýnir svo fagurlega. Job finnur hamingjuna að lokum og lýsir henni í þessari bæn til Guðs:

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.