Kirkjuritið - 01.01.1953, Síða 7

Kirkjuritið - 01.01.1953, Síða 7
ÖLL ER HJÁLP AF ÞÉR 5 Ég þekkti þig af afspurn, en nú hefir auga mitt litið þig. Vér vitum lítt um það, hvað þetta nýja ár hefir að færa oss. En eitt er víst að það verður gæfuár, ef vér lifum það með augun fest á Guði í bæn og barnslegu trausti til hjálpar hans. Þá liggur leið vor hærra í áttina að brekku- brún. Þá verður saga vor betri og bjartari. Þá bíður vor að lokum handan við árin himinn Guðs — eilífur fegins- dagm\ En saga vor allra myndar þjóðarsöguna á komandi ár- um. Hvernig verður hún? Æfi þín á að vera svar í verki og æfi mín. Hér skal ekki fara út í það að lýsa vanda stjórnmál- anna, sem bíður vor. En hann er mikill á mörgum sviðum, °g óendanlega örlagaríkt, hvernig úr honum verður greitt. Gildi þjóðarinnar verður nú prófað í eldraunum — sjálf Þjóðarsálin. Hvernig má hún standast? Með sama hætti sem fyrr. í lífssamfélagi við Guð, í trausti, trú á hann. Kristindómurinn á svar við öllum vandamálum hennar, ef vel er að gáð, og getur hvarvetna veitt oss örugga leið- sögu. Fyrst og fremst þessa: Litla þjóð, sem átt í vök að verjast, vertu ei við sjálfa þig að berjast. Island verður að eiga eina sál. Hér þarf að ríkja bróðurkærleiki, hið nýja boðorð Jesú Krists: Elskið hver annan, eins og ég hefi elskað yður. Vér erum fáir og fátækir að ytri auðlegð samanborið Vlð aðrar þjóðir, en hið innra eigum vér mikinn auð. Guð hefir fengið oss til varðveizlu heilög vé, heilagan þjóðar- rett, sem vér megum aldrei hvika frá um hársbreidd, held-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.