Kirkjuritið - 01.01.1953, Side 12

Kirkjuritið - 01.01.1953, Side 12
10 KIRKJURITIÐ G. Stephansson. Gunkel var einnig skáld, og hygg ég, að öll rit hans beri vitni um það. Við töluðum mest um guð- fræði, eða ef til vill réttara sagt: Hann talaði og ég hlýddi á. Stundum flutti hann heil erindi um Sálma Gamla testa- mentisins og spámenn þess. Allt, sem hann sagði, virtist mér jákvætt og veigamikið. Á göngunni um skóginn nam hann oft staðar. Hjartað þurfti að hvílast, og jafnframt var honum stundum svo mikið í hug, að hann varð að horfa á mig fast og lengi og fylgja þannig orðunum eftir. Hann lýsti guðfræði- stefnunum og sagði fyrir sumt það, er síðan hefir komið á daginn. Eitt sinn mælti hann eitthvað á þessa leið: „Gagnrýnin er komin út í öfgar. Við þurfum að gæta okkar. Við verðum að standa vörð um það, sem já- kvætt er.“ Vísindastefna guðfræðinnar hefir unnið Refilstígír. sitt mikla gagn og vinnur enn. Kristin- dómurinn er reistur á því bjargi, er bif- ast hvergi við heilbrigða, sögulega rannsókn, og guil hans skírist aðeins í deiglunni. En því er þó ekki að neita, að margir guðfræðingar hafa lent út á refilstigum í gagn- rýni sinni, svo að við þá má segja með réttu það, er Festus mælti forðum við Pál: „Hið mikla bókvit þitt gjörir þig óðan.“ Þeir hafa villt svo sýn bæði sjálfum sér og öðrum, að þeir hafa misst fótfestuna. Jafnvel Samstofna guðspjöllin eru ekki talin söguheimildir í raun réttri. Undirstaða þeirra á að vera söguleg erfðakenning í kirkjunni, sem breyttist eftir þörf- um. Auðvitað liggur saga að baki, en það er ekki auð- velt að kynnast henni í upphaflegri mynd. Upphaflega sögulýsingu skortir. Þetta kemur ekki aðeins fram innan einnar guðfræði- stefnu, heldur með fleirum, t. d. Barths-stefnunni. Aðalmaður hennar, næstur foringjanum, er af mörg- um talinn Rudolf Bultmann, nafnfrægur háskólakennari um nokkra áratugi. Hann hefir m. a. ritað bók, sem nefn-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.