Kirkjuritið - 01.01.1953, Side 25

Kirkjuritið - 01.01.1953, Side 25
KIRKJUÞINGIÐ í HANNOVER 23 n>eð valdi né krafti, heldur fyrir anda minn, segir Drottinn hersveitanna.“ Minntist hann í upphafi ræðu sinnar trú- bræðranna í Austur-Evrópu, sem ekki mega nú um frjálst höfuð strjúka. Hafði fimm þúsundum þeirra verið neitað um fararleyfi til Hannover-þingsins, og viðgengst enn sú niður- hegjandi harðstjórn á 20. öld, að valdhafar banna fullorðnu fólki að fara bæjarleið til að hitta kristna meðbræður sína. hað biskupinn alla kirkjugesti að rísa úr sætum i þögulli bæn fyrir örlögum þeirra, sem þannig eru kúgaðir. Benti dr. Lilje a, með hverjum hætti Jesús Kristur hefði öðlazt vald á himni °g jörðu. Það var ekki með slíkum kúgunaraðferðum. Enn v®ri það máttur kærleikans og andi kristindómsins einn, sem ^aegnaði að sigra harðstjórn og hervald. Kirkjuþingið sett. Daginn eftir var kirkjuþingið sett í Ræða Nygrens. hvolfsalnum mikla (Kuppelsaal) í hinu veglega þinghúsi Hannover-borgar (Stadthalle) af forseta Heimssambandsins, dr. Anders Ny- gren biskupi i Lundi. Fjallaði ræða hans um meginíhugunar- efni fundarins: Hið lifandi orS í ábyrgri kirkju. Var ýmislegt hágott í ræðu biskupsins. Meðal annars sagði hann: Vitið þér, í hvaða tilgangi vér erum hér saman komin? Tilgang- Urmn er ekki sá, að tyggja upp það, sem siðaskiptamennirnir sógðu, heldur að endurhugsa fagnaðarerindið og rannsaka það nýju og boða það á máli nútímans. I lútherskri kirkju hefir það verið venja að skoða fagnaðarerindið í ljósi Páls guðfræðinnar, og stafar það einkum af því, að Lúther upp- gotvaði fagnaðarerindið, meðan hann var niðursokkinn i að h?sa rit Páls. Það, sem einkennir þennan fund vorn, er það, '"'h hann brýnir fyrir oss að hefjast handa um að endurhugsa hignaðarerindið frá sjónarmiði Jóhannesar. Biskupinn varaði við auðveldri eftirhermu-guðfræði (traditionalismus), ef menn vjldu vera frumreglum siðbótarinnar trúir. Hann sagði, að •urkjan hefði oft tekið sér þessa áskorun í munn: Aftur til Lúthers! En sagan gengi aldrei aftur á bak, heldur áfram til h’amtíðarinnar. Þess vegna ætti kjörorðið að vera: Áfram til Lúthers. Því að Lúther benti á veginn til dýpra skilnings á [ognaðarerindi Krists. Og þegar vér tökum oss þetta kjörorð 1 rnunn: Áfram til Lúthers, þá gætum vér orðað þessa sömu

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.