Kirkjuritið - 01.01.1953, Síða 36

Kirkjuritið - 01.01.1953, Síða 36
34 KIRKJURITIÐ og bezt við kunnum. Það vakti sérstaka athygli okkar, að þegar aðrir norrænir klerkar komu í kolsvörtum síðhempum með jarðarfararflibba, birtist Berggrav biskup i ljósum sumar- fötum með rautt þverbindi. Hann þarf ekki að bera utan á sér embættið. Manna ljúfmannlegastur er hann í viðræðu. Meðan við sátum þarna, dró hann allt í einu upp úr ein- hverjum vasa sinum álnarlanga tóbakspípu og kveikti í henni. Eftir kaffið fóru fram ræðuhöld, og lauk þeim með kvöld- bænum, er Berggrav flutti kl. 6 e. h. Talaði hann um gleði kristins manns og hvílík fjarstæða það væri, sem sumir menn héldu, að kristindómurinn væri eintóm sorg og armæða. Með einu gleðibrosi gætum vér stundum gefið samferðamönnunum stærri gjöf en oss óraði fyrir og ættum vér ekki að vera nízk á slíkar gjafir til náungans. Einnig þetta væri guðsþjónusta, sem bæri burt myrkrið úr mannheimum. Af öllum hinum mörgu og ágætu mönnum, sem ég sá og kynntist lítils háttar í Hannover, verður Berggrav biskup mér minnisstæðastur. 1 þessum manni, sem þó er allra manna hégómalausastur og blátt áfram, er eitthvað stórbrotið, heil- brigt og drengilegt. Ávinningurinn við að sækja slík þing sem þetta er ekki sízt fólginn í aukinni kynningu meðal kristinna manna. Hvað sem segja má um ýmsar fundarályktanir, er alltaf gróði að auknum samhug og vaxandi samvinnu einstaklinga og þjóða á milli. Þá eyðist misskilningurinn, og sporið er stigið áfram i áttina til friðar og vaxandi menningar. Benjamín Kristjánsson. KÁPUMYNDIN er af Búðakirkju á Snæfellsnesi, hinni nýju. Hún var víg^ haustið 1951.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.