Kirkjuritið - 01.01.1953, Síða 41

Kirkjuritið - 01.01.1953, Síða 41
KIRKJAN 39 vísa mönnunum veginn til þroska og farsældar. Vegna þessa eiga mennirnir að sækja til hennar trúarlega og andlega uppörvun, hún gerir þá styrkari og hæfari til að lifa lífinu, umburðarlyndari, hógværari, hjartahreinni, kærleiksríkari og sannleiksleitandi. Hún ein er megnug Þess að vísa veginn, hún ein heldur á því skærasta ljósi, sem allt gerir bjart. Það er beiskur sannleikur, að fjöldanum lætur betur hni stundarsakir að sækja aðra staði en kirkjuna. Eins °g nú er háttað málefnum í heimi vorum, þekkir fólk hins kristna heims ekki sinn vitjunartíma. Er það illa farið. „Kirkjan er oss kristnum móðir“, — kristin lífs- skoðun og kristindómurinn, boðaður í orði og lifaður í verki, megnar að fegra og bæta lífið. Vandamálið er að finna leið eða leiðir til að laða og leiða fólkið inn á brautir hirkjunnar. Mér finnst, að kirkjan eigi ekki að „gefa afslátt“ af kenningum sínum og því heilaga hlutverki, sem hún er hölluð til að rækja hér í heimi, til þess að fá fólkið undir merki sitt. Kirkjan á að vera, og er rúmgóð, há til lofts °g víð til veggja, víðsýn sönn kirkja, sem boðar einn sann- an Guð, lifandi Krist og veginn til þroska og fullkomnunar. hað er þessi rödd, sem kirkjan á að boða, það er undir Þessu eina merki, sem hún á og getur sigrað. Sú kirkja, Pi’estur eða kennimaður, sem ætlar sér að ná hylli, með ^ví að láta sundurlausan og ósamþykkan fjöldann segja ser fyrir verkum eða ráða stefnunni, er sannarlega ekki fh fyrirmyndar eða eftirbreytni. Kirkjan má ekki — og getur ekki annað en haldið merkinu hátt. Ekkert annað en sannleika Guðs má hafa þar um hönd. Sannleikurinn emn megnar að göfga, fegra — og gera mennina frjálsa. Ég tel misráðið að draga úr kirkjulegum athöfnum eða S1ðum. Þeir eru ytra form, táknrænir — andlegir. Yrði Þetta form og athafnir skert, myndi andlegi blærinn, sem guðsþjónustunni er, hverfa og hún yrði hversdagsleg, en ekki hátíðleg. Frekar væri ástæða til að fegra hana

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.