Kirkjuritið - 01.01.1953, Side 50

Kirkjuritið - 01.01.1953, Side 50
48 KIRKJURITIÐ ti-eysta sjálfum sér, trúa á Guð og land sitt. Og það gerðu þau. Fáa veit ég trúrri fornum venjum þjóðarinnar, fáa hollari helgidómum tungunnar og Guðs. Bóndinn hefii’ alltaf starfað í ungmennafélagi sveitarinnar og starfar þar enn, kominn á sjötugs aldur. Hann hefir verið brautryðj- andi í notkun nýtízku véla. Hann hefir varðveitt bóka- safn hreppsins. Verið forsöngvari við helgar athafnir safn- aðarins. Nú er ræktað land jarðarinnar meira en tífaldað frá því, sem áður var. Þar eru þokkaleg fénaðarhús, og eitt glæsilegasta íbúðarhús í sýslunni. Indæl varpeyja er komin þar, sem naumast sást líf. En þó er hið stærsta eftir. Þessi hjón hafa nú þegar komið upp fimmtán efni- legum börnum. Ég spyr bara: Hvernig er svona lagað hægt? Án styrkja og án hjálpar? Já, auðvitað, nema Guðs og föðurlandsins. Þarna er samanlagður sjálfstæðismáttui’ góðra, göfugra sálna, gróandi lands og almættis Guðs. Elzta son sinn sendi hann í siglingar, meðan hættan var mest á stríðsárunum. Hann lét þar lífið sem ein af hetj- um friðarins, sem varpa ljóma yfir sögu íslenzkrar sjo- mennsku, fegri Ijóma en hermennska getur nokkru sinni veitt. Og nú skuluð þið ekki halda, að þessi bóndi hafi verið að auðga og bæta sína eigin jörð. Hann á hvorki þúfu né stein síns elskaða lands, og mun varla fá hros fyrir ættjarðarást sína, hvað þá meira. Því slíkt er ekki verðlaunað eins og íþróttaafrekin. Mælt er, að einn af mestu hershöfðingjum Breta hafi sagt um sannan dreng og trúan: Með hópi slíkra drengJa gæti ég lagt undir mig allan heiminn. Já, einmitt með slíkum mönnum verður Island frjálst menningarland og þjóðin í sannleika sjálfstæð þjóð, sem aldrei lætur bugast fyrir neinu ofurefli. Reisið slík vegamerki. I fjöldamörg ár hefir kona, sem nú er um sjötugt, búið í dálitlum kofa í útjaðri þorpsins síns, og oft hafa ekki verið færri en þrjú gamalmenni hjá henni í einu. Fatlaðb og örbjarga aumingjar úr sveitinni eða þorpinu. Einstæð- ingar, sem engan hafa átt að, reköld úr hafróti lífsirl

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.