Kirkjuritið - 01.01.1953, Síða 51

Kirkjuritið - 01.01.1953, Síða 51
REISIÐ VÖRÐUR 49 Hún hefir annazt þessar manneskjur af litlum kröftum en því meiri nærgætni. Hlúð og hjúkrað nótt og dag, unz hún signdi ásjónur þeirra í dauðanum og lokaði þreyttum, slokknuðum augunum. En alltaf bættist í skarðið, og alltaf v&r höndin jafn hlý, hjartað jafnfórnfúst, og svo mun Verða, unz lífssaga hennar er öll, þótt kraftarnir séu nú þrotnir. Einn af ráðandi mönnum þorpsins sagði við mig: Það væri orðið dýrt, ef sveitin hefði orðið að borga með þeim fyrir sunnan. Og enn voðalegra hefði það verið fyrir nokkrum árum, þegar hún hafði flest gamalmennin. En kaupið hennar hefir aldrei verið annað en fæðið og svo húsnæðið í kofanum. Hún hefir aldrei sett annað upp. Hinn fórnandi máttur er hljóður. Nú brosir sjálfsagt lærða fólkið í laumi að þessum blessuðum einfeldningum, sem ^úta níðast á sér. En nú vil ég spyrja: Er þetta ekki hinn sanni þjóðarauður? Yrðum við ekki hræðilega snauð, ef Þjóðin glataði slíkum hugsunarhætti? En í staðinn kæmu steindauð form og kaldir útreikningar hagfræðinganna og skrifstofufólksins ? Hvað skulu allar jarðvinnsluvélar, ef enginn elskar gróðurmold landsins? Til hvers eru skólar, ef enginn vill fórna sér fyrir börn af ástúð og skilningi? ^vað skulu spítalar og hæli, ef enginn fæst þar til starfa af nærgætni og alúð? Hvað skulu kirkjur, ef enginn krýp- þar í auðmýkt og lotningu? Hvað um okkar dýrmætu andrit, ef enginn les þau lengur? Þess vegna, kæru stúdentar og íslenzkt menntafólk, Ssetið hinnar sönnu menntunar, huga og handar, sem ein Setur varðveitt sjálfstæði og frelsi, hvernig sem fárviðri 'Úómaldarinnar leikur um löndin. Reisið vörður, setjið Vegamerki samkvæmt þeirri reynslu, sem vissulega hefir ezt varðveitt hina heilögu glóð kærleikans og föðurlands- astarinnar, sem ein má verða óbornum kynslóðum til heið- úrs 0g hagsældar um ókomnar aldir. Vakið, vakið, hrund og halur, heilög geymið íslands vé. 4

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.