Kirkjuritið - 01.01.1953, Page 54

Kirkjuritið - 01.01.1953, Page 54
52 KIRKJURITIÐ vínviðarins, uppskeruna o. s. frv. Og þannig verða sér- stakir leikir bundnir við ákveðnar árstíðir. Þær þjóðir, sem lifa á veiðum, svo sem Indíánar, iðkuðu frá fornu fari flókna veiðidansa, sem fólu í sér eftirlíkingu af því, hvernig vísundurinn var eltur og lagður að velli. Stund- um hafa þessir leikir verið iðkaðir þindarlaust dögum saman, unz náttúruöflin loksins létu undan, og leikurinn laðaði veiðidýrin á vettvang. Væri styrjöld fyrir dyrum, var hinni sömu aðferð beitt. Orrustan var leikin fyrir fram. Það var sýnt, hvernig óvinirnir voru að velli lagðir, bardaginn unninn og herinn kom sigri hrósandi heim, og var fagnað af konum og unglingum. Stríðsdansinn átti að gera tvennt í senn, að seiða fram sigurinn og að magna hermennina, sem senn áttu í fullri alvöru að takast á við fjandmennina. Segja má, að þessir leikir ættu fremur að teljast til dansa en sjónleikja. En áður en varir, fer innihaldið að verða fyllra og líkjast sögu, sem hefir ákveðinn tilgang og endi. Fræðimenn hafa komizt í kynni við mjög ein- falda leiki, sem þó fela í sér fagran skáldskap, byggðan á svipuðum grundvallaratriðum og þeim, sem oft eru undirstaða hinna merkustu skáldverka menningarþjóð- anna. Ég vil nefna tvö dæmi um slíka leiki. Hið fyrra er frá svokölluðum Dyak-þjóðflokki. Hermaður nokkur er að dunda við að ná þyrni úr fseti sínum. Hann veit af óvini sínum nærri sér, og hefir góðar gætur á umhverfinu, og vopnin við hendina. Loks kemur hann auga á fjandmanninn, ræðst á hann og sigrar hann með miklu snarræði. Hann lætur sem hann losi höfuð hans frá bolnum. Þá uppgötvar sigurvegarinn, að þessi maður hefir ekki verið fjandmaður, heldur hans eig111 bróðir. Hann hefir framið bróðurmorð. En leiknum er ekki lokið með því. Töfralæknirinn kemur á vettvang- Hinn dauði tekur kippi og líkami hans fer að engjast sund- ur og saman, unz töframanninum hefir tekizt að reisa hann alveg upp frá dauðum.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.