Kirkjuritið - 01.01.1953, Síða 66

Kirkjuritið - 01.01.1953, Síða 66
64 KIRKJURITIÐ kirkjunnar, að þessar stofnanir voru reistar. Ef sagan urn miskunnsama Samverjann hefði ekki hljómað í sál og sam- vizku mannkynsins um aldaraðir, væru þessi mál ekki komin í það horf meðal vestrænna þjóða, sem nú er. Þannig er það, sem engillinn og andinn af hæðum hrærir enn þá upp það vatn, sem til lækningar má verða þjóðunum. Sú var tíðin, að hver maður var þjónustaður og fékk sína síðustu smurningu af þjónum kirkjunnar undir andlátið, og bænir og yfirlegging handa var talið engu þýðingarminna til lífs og heilsu en lyf og læknisdómar aðrir. Á þessu varð breyt- ing, þegar alda efnishyggjunnar tók að flæða yfir heiminn. Þá þótti það eigi annað en broslegur hégómi að leyfa prestum aðgang að sjúkrahúsum, og voru þeir helzt ekki tilkallaðir fyrr en sjúklingurinn var búinn að missa ráð og rænu. Nú er aftur orðin nokkur breyting á þessu, og eru vísindin eftir mikla hringferð aftur farin að hallast að því, að hin andlega heilsu- vernd er ekki síður nauðsynleg en hin líkamlega, og kann að vera nánara samband þar á milli en haldið hefir verið um hríð. Kalla'Sur til þjónustu nefnist bók, sem nýlega er út komin, eftir prest, sem um stund starfaði við St. Georges Hospital, Hyde Park Corner, London, og hjúkrunarkonu við sama sjúkrahús, sem fjallar um þessi efni.1) Höfundarnir leggja áherzlu á það, að annað meginstarf Jesú hafi verið fólgið í því að likna sjúkum og hafi hann beinlínis lagt lærisveinum sínum slíka þjónustu á herðar. Fjallar bókin um ýmis vandamál þjáningarinnar bæði fra trúarlegu og heimspekilegu sjónarmiði, en einkum er rælt um það, hvernig umgangast skal sjúka menn og hvernig hægt sé bæði fyrir þjóna kirkjunnar, lækna og hjúkrunarlið að létta byrðar þeirra með margvíslegu móti og færa þeim hugg' un og styrk, hvort heldur sem er til lifs eða dauða. Hér ei talað af reynslu og þjónustulund, og eru í bókinni margal ágætar athuganir og leiðbeiningar fyrir alla þá, sem gert hal hjúkrunarstarf að köllun sinni eða verða daglega að umgang' ast sorg eða þjáningu í einhverri mynd. Benjamín Iiristjánsson. 1) Paul Gliddon and Muriel B. Cowell: Called to Serve. London. Hod der and Stoughton 1952 (7 s. 6 d.).

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.