Kirkjuritið - 01.01.1953, Side 67

Kirkjuritið - 01.01.1953, Side 67
Erlendar fréttir. Nyrzta biskupsdæmi Noregs. Hálogalandsbiskupsdæmi er nyrzta biskupsdæmi Noregs. Þótt ekki sé það mannmargt, nær það yíir mikla víðáttu. Nú hefir því verið skipt í tvö biskupsdæmi, til þess að gera starfið áhrifameira. Þannig er farið að í þeim löndum, þar sem kirkju- legt starf er mikils metið. Kirkjuleg hátíðahöld í Þrándheimi í júlí 1953. Á þessu ári eru 800 ár liðin frá því, er erkibiskupsstóll var settur í Niðarósi (1153). í tilefni af því verða mikil hátíðahöld í Þrándheimi dagana 28.—29. júlí n.k. Verður mjög til þeirra vandað. Haldnar verða hátíðaguðsþjónustur, fyrirlestrar og hljómleikar. — Boðsbréf hafa verið send til allra Norðurland- anna, og mikill viðbúnaður er víða að sækja hátíðahöld þessi. Grænlenzk myndabiblía. Danska Biblíufélagið hefir mjög víðtæka starfsemi með hönd- um og meðal annars hefir það ákveðið að veita nokkurt fé til útgáfu grænlenzkrar myndabiblíu. ^anskir prestar í Austurríki. Gerhard May, biskup í Austurríki, hefir boðið dönskum prest- Urn að taka að sér störf í þjónustu lúthersku kirkjunnar þar í landi, en mikill skortur hefir verið á prestum í Austurríki eftir stríðið. ^ertoginn af Edinborg og kristindómurinn. Á ársþingi brezka náttúrufræðifélagsins s.l. ár fórust Philip Pvins, hertoga af Edinborg, þannig orð í ræðu, er hann flutti við setningu þingsins: „Ef hugsun og verk vísindanna stjómast ekki af siðferðilegum meginreglum, er engin gagnleg fram- þróun hugsanleg. Þess vegna verða hugsjónir kristindómsins að móta þróun þjóðlífsins í öllum greinum. Það er því heilög skylda hvers borgara að láta meginreglur kristindómsins ráða lífsstefnu sinni, í einkalífi, félagslífi, stjómmálum og vísindum." 5

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.