Kirkjuritið - 01.01.1953, Page 69

Kirkjuritið - 01.01.1953, Page 69
FRÉTTIR 67 lögmætri kosningu sóknarprestur í Eyrarbakkaprestakalli í Árnessprófastsdæmi. íslenzkt kristniboð í Eþíópíu. Samband íslenzkra kristniboðsfélaga hefir ákveðið að senda þau hjónin Felix Ólafsson og Kristínu Guðleifsdóttur til kristni- boðsstarf meðal Konsoþjóðflokksins í Eþíópíu. Var þeim af- hent köllunarbréf þeirra við fjölsótta guðsþjónustu í Hall- grímskirkju sunnudaginn 28. desember s.l. Embættispróf í guðfræði. I lok janúarmánaðar lauk Birgir Snæbjörnsson embættis- Prófi við guðfræðideild Háskólans með I. einkunn, 184% st. Slysavarnafélag íslands átti nýlega aldarfjórðungsafmæli,, og var þess minnzt með dagsskrá í útvarpinu 29. janúar. Ennfremur var gefið út vand- að minningarrit. Félagar eru nú um 30 þúsund. Slysavarna- félagið hefir unnið margar og miklar hetjudáðir í kristilegum anda og blessun Guðs hvílt yfir því. Frumvarp um leigunám á prestssetursjörðum. Á síðastliðnu Alþingi var svohljóðandi frumvarp borið fram af landbúnaðarnefnd. „Frumvarp til laga Urn heimild fyrir kirkjumálaráðherra til þess að taka leigu- nami og byggja á erfðaleigu hluta af prestssetursjörðum. Frá landbúnaðarnefnd. 1- gr. Kirkjumálaráðherra er heimilt, að fengnum tillögum nýbýlastjórnar og með samþykki skipulagsnefndar prestssetra, enda náist ekki samkomulag við hlutaðeigandi prest, að taka leigunámi og byggja á erfðaleigu samkv. lögum um ættaróðal °g erfðaábúð hluta af þeim prestssetursjörðum, sem taldar eru heppilegar til nýbýlastofnunar og prestur nytjar ekki að öllu leyti eða þarf til búrekstrar sjálfur. 2- gr. Nú er ákveðið að skipta prestssetursjörð í tvö eða fleiri býli samkvæmt ákvæðum 1. gr., og skulu þá úttektar- ^ienn meta afgjald af býli því eða býlum, sem frá jörðinni eru skilin. Renna afgjöld til hlutaðeigandi prests, þar til næst fer fram mat á heimatekjum presta, sbr. lög nr. 46 1907, en síðan 1 Kirkjujarðasjóð.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.