Kirkjuritið - 01.12.1953, Blaðsíða 11
SHOLEM ASCH:
LJ □ Ð LÚKASAR
(ÞýSing Á. G. úr bókinni „Postulanum".)
Meðan Páll sat í varðhaldi í kastalanum, voru samstarfs-
rnenn hans úr heiðingjalöndunum á reiki um borgina, rétt
eins og týndar sálir. Allir — nema Lúkas. Hann einn var
rólegur, því að hann hafði leitað kyrrðar frá skarkalanum
°g snúið sér að sínum eigin hugðarmálum.
Hann hafði ákveðið, áður en hann kom til Jerúsalem,
að verja dvöl sinni í borginni helgu til þess að safna og
frera í letur allt það, sem hann gat fengið að vita frá ör-
uSgum heimildarmönnum, um líf Messíasar, verk hans og
kenning, meðan hann dvaldist hér á jörð. Hann lét ekkert
hamla sér frá þeirri fyrirætlun, heldur fylgdi henni fast
eftir, rólegur og prúður.
Hann var löngum með Ebjóningum, Messíasarflokkin-
Urn, sem Jakob var fyrir. En þeir höfðu verið látnir
óáreittir í upphlaupinu, sem varð út af Páli. Voru æðstu
Prestarnir tregir til að vekja uppsteit á uppsteit ofan og
borðu ekki að hefja sókn gegn Jakobi, sem talinn var sann-
helgur maður þar í borginni.
Lúkas sótti til Matteusar það, er hann hafði safnað á
blöðum eða mundi. En Matteus hafði haft þau forréttindi
að hlýða sjálfur á Messías, og Messías hafði kallað hann
Postuladóms. Hafði Matteus lagt staka rækt við það að
fsera í letur kenning Jesú og dæmisögur. Lúkas var einnig
SV0 lánsamur að finna ,,ættarbréf“, eða ættartölu, sem
Varðveitt hafði verið kynslóð eftir kynslóð í ætt Messíasar
°g jafnan aukið við. Voru þess konar ættarskrár mestu