Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1953, Page 15

Kirkjuritið - 01.12.1953, Page 15
LJÓÐ LÚKASAR 237 lifðum á afurðum litlu hjarðarinnar, sem faðir okkar lét eftir sig, fáeinum geitum og sauðum. María hjálpaði til við hjásetuna og í kálgarðinum. Hún var þá þegar trú- lofuð Jósef, vagnasmiðnum. Maðurinn minn vann daglega í víngarðinum sínum, sem við höfðum fengið að erfðum. Þennan dag var hann á akrinum, og mamma var við læk- inn að þvo af okkur. Það var hádegi, og sólin skein í heiði. Djúp kyrrð ríkti umhverfis okkur, eins og efsti dagur væri að nálgast. Ég stóð úti, og þá allt í einu sá ég systur mína koma fram úr bænum. Hún var náföl og óttaslegin. Hún kom til mín eins og hrædd hind og féll skjálfandi til jarðar. „Hvað er að, María systir mín?“ spurði ég. Og hún svaraði titrandi röddu: „Undur hefir komið fyrir mig, Súsanna systir mín. Ég sat inni við vefstólinn og var að vefa í brúðarkjólinn minn. Ekkert hljóð heyrðist, nema í vefstólnum, og ég var að hugsa um fyrsta barnið, sem ég myndi eignast, og ég ákvað í huganum, að ef það yrði sonur, þá skyldi ég helga hann Drottni, eins og Hanna helgaði sinn son. Og er ég leit upp frá vefstólnum, sá ég engil fyrir framan mig. Vængir hans voru úr glóandi rafi, og hann mælti við mig: Heil vert þú, sem nýtur náðar Guðs. Drottinn sé með þér. En ég gat ekkert sagt fyrir hræðslu. Og ég vissi ekki, hvaðan kveðjan barst. Þá sagði hann nokkuð við mig, sem eg get engum lifandi manni trúað fyrir.“ Hún greip höndunum fyrir munn sér og þagði. En seinna, þegar þetta gerðist, fengum við að vita, hvað eugillinn hafði sagt henni, að hún myndi verða þunguð, hrein mær, og ala son, og Drottinn myndi gefa honum hásæti Davíðs. Þá leið að þeim tíma, að Jósef skyldi fara til skattskrán- lr*gar í Betlehem, sem verið hafði borg ættar hans frá áögum Davíðs, því að stjórnin hafði lagt svo fyrir, að allir afkomendur Davíðs ættu að láta skrásetja sig þar. En Jafnframt var tíminn að koma, að barnsins var von. Systir mín sagði mér það seinna, og Jósef líka.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.