Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1953, Blaðsíða 24

Kirkjuritið - 01.12.1953, Blaðsíða 24
246 KIRKJURITIÐ hljómar til sorgarbarnsins rödd frelsarans í gegn um móðu og mistur tára og harms: Takið saman brauðabrotin, sem afgangs eru, til þess að ekkert fari til ónýtis. — Og enn í dag sannast, að sá, sem mest hefir misst og stærstu hefir verið sviptur, hann mun einnig finna mest, er hann leitar, og fylla sína körfu dýrustum og óbrotgjörnustum fjársjóði. Og þetta vona ég og veit, að þið, ástvinirnir, munuð finna og reyna, að þið eruð rík í ykkar miklu sorg, þrátt fyrir allt. Og þetta vona ég að vér öll finnum, hvei’t í sínu hjarta. Þjóðin hefir misst andlegan leiðtoga, en eigi að síður er hún ríkari fyrir það, að hafa átt hann. Hún á og geymir hugljúfar minningar um sinn ástsæla biskup, og frá innsta dal til yztu stranda berast þakkir, hlýhugur og hluttekn- ing hingað í dag, eins og vermandi blær til ykkar ástvin- anna og til hans, sem vér erum að kveðja. Kirkjan hefir misst biskup sinn, prestarnir fyrirmann sinn, sem jafnframt var þeim vinur og bróðir. En fyrir starf hans er kirkjan sterkari og auðugri en áður, og ávaxtanna af áhuga hans og óeiginbjörnu starfi mun hún njóta um langa framtíð. Og prestarnir, þeir hafa auðgazt af kynningunni við hann og starfinu með honum. Brenn- andi áhugi hans, einlægnin, hjartahlýjan, hlaut að snerta streng í hverju óspilltu hjarta. Það er ekki hægt að sitja við eldinn, án þess að hlýna. Jafnvel steinninn getur það ekki. Og biskupinn átti eldinn, eldinn í hjartanu, eldinn, sem brann til hinztu stundar. Hann var aldrei hálfvolgui’. Hann var brennandi í andanum. Stundum kann að hafa sviðið undan bersögli hans. En engan vildi hann að óþörfu eða viljandi særa eða hryggja. Og engan vissi ég fúsari til að bjóða fram bróðurhöndina til sátta, og þá ekki einn fingur aðeins heldur alla höndina. Enginn gat trúað sterk- ar en hann á gildi og sigur þess sanna og góða í alheim- inum og í hverri sál. Þess vegna var hann svo bjartsýnn á menn og möguleika. Engin vonbrigði gátu svipt hann þeirri bjartsýni, en þau ollu honum oft hljóðri þjáning-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.