Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1953, Síða 28

Kirkjuritið - 01.12.1953, Síða 28
250 KIRKJURITIÐ stundar“ og líkamsdauðinn þau örlög, sem öllum oss eru búin. En vér vitum einnig hitt, „að anda, sem unnast, fær aldregi eilífð aðskilið“. Væri ekki svo, mundi Jesús þá hafa sagt: Ekki mun ég skilja yður eftir munaðarlausa. Ég kem til yðar — og þér munuð sjá mig, því ég lifi og þér munuð lifa. f þessari von, þessari trú, viljum vér öll leita styrks og huggunar á þessari viðkvæmu stund. f þessari von, þessari trú, kveðja ástvinirnir hinn látna eiginmann, föður og bróður og afa og tengdaföður með heitri þökk fyrir allt. í þessari von, þessari trú, kveðja vinirnir vininn sinn látna, prestarnir biskup sinn, þjóðin ástsælan leiðtoga. Og í þessari von, þessari trú, þessari björtu vissu, sem hinn látni biskup nú hefir sjálfur reynt, kveður hann, ,,heimilisprýðin“, heimili sitt í hinzta sinn, þetta heimili, þar sem hann lifði og átti sínar hugljúfustu stundir, kveður eiginkonu sína og börn og barnabörn, systur, tengdafólk og vini, nær og fjær, og þakkar allt hið liðna. Yfir þeim kveðjum skal vera bjart og hlýtt. Engin orð, aðeins ljúf- sár blær, sem vermir að innstu hjartarótum. Sorgin og ástin hvísla: Það er svo sárt að geta ekki framar gert neitt fyrir hann. En trúin svarar: Sá, sem vér elskum, er aldrei misstur. Hann lifir og heldur áfram að muna oss og elska. Enn getum vér gert ótalmargt fyrir hann. Enn getum vér glatt hann með því að starfa í hans anda, hlúa að og vernda í annarra brjóstum og í eigin sál allt það, sem honum var dýrmætast og helgast, og til þess hjálpi oss Guð og hans heilaga orð. Æðstur drottinn, faðir ljóss og lífs, blessi þessa stund, blessi hann, sem hér er kvaddur með söknuði og trega, en í trú og von, blessi eiginkonu hans og börn og ástvini alla, blessi þetta heimili, sem nú drúpir í sorg, blessi allt og alla, sem honum þykir vænt um, hina íslenzku kirkju og íslenzku þjóð. í Jesú nafni, Amen.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.