Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1953, Blaðsíða 33

Kirkjuritið - 01.12.1953, Blaðsíða 33
SIGURGEIR SIGURÐSSON BISKUP 255 eldi og starfi en flestra annarra. Og nú sjáum vér líf hans liðið eins og leiftur, eins og leiftur 63 hvíldarlaus ár. Hann hlaut að deyja eins og hann dó, því að hjartað brann með hamslausum loga, unz það brast. Andlátsfregn hans vakti óvenjulegan harm. Um það bera vitni samúðarkveðjurnar, sem til biskupsfrúarinnar hafa streymt frá innstu afdölum, yztu nesjum og eyjum, af landi og sjó, frá öðrum löndum og álfum. Sársauki mikill greip oss við andlát hans, en hann dó fögrum biskups- dauða. Þrátt fyrir andmæli vina sinna fór hann erfiða ferð vestur á land. Er heim var komið, var hann að störf- um í skrifstofu sinni til hádegis. Hann sat á tali við vin sinn heima eftir hádegisverð, fann snögga breytingu, stóð upp. Hann tók af sér tákn embættis síns, biskupskrossinn, lagði hann á skrifborðið, gekk hratt upp í svefnhús sitt og var látinn fáum mínútum síðar, en kona hans og dætur stóðu við sæng hans. Hvaðan kom honum þessi eldur, sem hlaut að falla í fölskva eins og logi eða leiftur, sem deyr? Eldinn kveikti honum heilög hugsjón, og sú hugsjón var kristin kirkja. Þessi hugsjón gaf honum lif, og hún dæmdi hann einnig til dauða. Raunar var hann góðum hæfileikum gæddur, en þó ekki fram yfir marga aðra menn. En hugsjónin stækkaði hann, með henni óx hann. í eldlegu starfi fyrir kirkju sína sannreyndi hann orð lausnarans, að sá, sem týnir lífi sínu fyrir Krist, mun finna það. Um einn af afreksmönnum liðinnar aldar sagði séra Matthías: Hann elskaði Island til dauðans ,,með svo undar- lega djúpri og helgri ræktarelsku, sem óvíst er að nokkur þeirra, sem þekkti hann, viti dæmi til“. Herra Sigurgeir biskup elskaði landið, hann elskaði þjóðina, sem hann átti að gegna æðstu hirðisskyldunni fyrir, en vegna þess, hve sannfærður hann var um, að hamingja þjóðarinnar væri undir því komin fyrst og fremst, að hún væri kristin þjóð, elskaði hann kirkju landsins ,,svo djúpri og helgri ræktar- elsku, sem óvíst er að nokkur þeirra, sem þekkti hann,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.