Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1953, Page 36

Kirkjuritið - 01.12.1953, Page 36
258 KIRKJURITIÐ ast: málefni kirkjunnar. Þeir, sem ekki dreymdi drauma hans um framtíðarkirkjuna, hlutu að misskilja hann og finnast jafnvel fátt til um eldinn, sem í honum brann. Hér var vafalaust hvorttveggja: veikleiki hans og styrkur. Vér komum hingað frá heimili hins látna biskups, og þótt þess hafi verið fagurlega minnzt þar, má ekki undan falla að minnast þess einnig hér, hve hamingja hans var stór í heimilinu. Biskupsfrúin og börnin hjálpuðust að því, að gera heimilið svo úr garði, að ótrúlegt er að nokk- urt heimili í höfuðstaðnum hafi hýst eins ótrúlegan fjölda gesta úr öllum stéttum þjóðfélagsins, sem hús biskupsins. Og biskupsfrúin gerði meira. Með lífsskilningi sínum, sínu sannkristna hjarta og sinni mildu rósemi, veitti hún hinum örgerða baráttumanni það heimilisskjól, sem honum var ómetanlegt. Fyrir það stendur kirkja íslands í þakkar- skuld, sem aldrei verður goldin, við þig, göfuga biskups- frú. Börnum biskupsins, systur hans, sem dvelur hér, syst- ur í fjarlægð, tengdadætrum hans, sonarbörnum og ást- vinum öllum, vottum vér hjartanlegustu samúð. Vér kveðjum hér í dag biskup Islands. I þessari gömlu kirkju, þar sem hjartsláttur þjóðarinnar hefir heyrzt á stærstu augnablikum hennar í meira en hálfa aðra öld, heyrum vér enn í dag hjartslátt þjóðar, sem harmar biskup sinn og horfir alvarleg á, að einu blaði íslenzkrar kirkju- sögu er flett. Hér á þessum stað hefir kirkjan kvatt marga biskupa sína. Síðastur var sunginn til moldar á Hölum herra Sigurður Stefánsson, en sá hálærði herra, dr. Hannes Finsson, síðastur í Skálholti, hinum háa stað, sem hófst með vegsemd, en hrópar nú í niðurlæging sinni, hvort íslenzk þjóð vilji sæmd sína eða eigi á níu alda afmæli hins fyrsta stóls á Islandi. Síðan hafa biskupar verið kvaddir hér í dómkirkjunni, og það ber Ijóma yfir nöfn þessara manna, þegar þau eru nefnd: Herra Geir Vídalín, herra Steingrímur Jónsson, herra Helgi Thordersen, dr. Pétur Pétursson, herra Hallgrímur Sveinsson, herra Þór- hallur Bjarnarson, dr. Jón Helgason, og nú bætist við:

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.