Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1953, Page 53

Kirkjuritið - 01.12.1953, Page 53
SIGURGEIR SIGURÐSSON BISKUP 275 limur þess sambands, svo og félagssamtakanna World Council of Churches. Einnig var á þessu tímabili unnið að því að efla kynningu við kirkjur Norðurlandanna. Sat biskup nokkrum sinnum biskupafundi Norðurlanda, og eftir að Kirknasamband Norðurlanda var stofnað, átti hann sæti í stjórn þess. Einnig var komið á auknu sam- bandi milli ensku og íslenzku kirkjunnar. Var biskupinum boðið á hinn mikla Lambeth-biskupafund í Englandi 1948. Varð sú för upphaf að því, að fulltrúar frá íslenzku kirkj- unni tóku síðar þátt í ráðstefnum í Englandi um nánara samstarf Norðurlandakirknanna og ensku kirkjunnar. Loks er að geta þess nýmælis, er biskupinn kom á ál- mennum bœnadegi í kirkjum landsins og valdi til þess hinn 5. sunnudag eftir páska. Hafa þær guðsþjónustur yfirleitt verið mjög vel sóttar og þessi tilbreytni fallið þjóðinni vel í geð. Ég læt hér staðar numið, enda þótt margt fleira væri ástæða til að nefna í sambandi við biskupsdóm hins ný- látna biskups. Eftir nær ellefu ára nána samvinnu við biskupinn, vil ég að lokum aðeins mega gjöra þessi fornu orð að mínum: ,,Þá kemur mér hann í hug, er ég heyri góðs manns getið.“ Sveinn Víkingur.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.