Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1953, Side 54

Kirkjuritið - 01.12.1953, Side 54
Ég heyri kirkjuklukkur hringja, Ég heyri kirkjuklukkur hringja og kórinn syngja harmalag, biskup okkar íslendinga erum við að kveðja í dag, Guði vígðan, góðan dreng. Gráthljóð er í hverjum streng. Gott er þeim, sem Guði vinna, ganga veginn kærleikans, traustið hans með trúleik inna, tendra Ijós í hjarta manns. Með hetjudug og hugarró, halda velli, en falla þó. Hver vill svo á verði vaka, verja ríki kærleikans bjarta fánann trúar taka tökum þessa gæða manns? Túlka heilagt hjartans mál — himnaríki í vorri sál. Til allra bar hann bróður huga, er brautin reyndist grýtt og hál „láta ekkert böl sig buga“, í bæninni tala hjartans mál. Kveikti Ijós á hvers manns braut, sem kom hann til í sorg og þraut. Munum, þegar myrkvar bylur: mild og rík er Drottins náð, orku hennar enginn skilur, almættisins vísdóms ráð. Bak við dauðans dimma ský dýrðarsólin rís á ný. Hjálmar frá Hofi.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.