Kirkjuritið - 01.12.1953, Page 56
Séra Egill Hjálmarsson Fáfnis.
F. 24. júlí 1898. D. 13. október 1953.
Fyrir 35 árum sigldi 19 ára
gamall Islendingur frá ættlandi
sínu til Norður-Ameríku. En þar
varð hann síðar einn af leiðtog-
um Vestur-lslendinga í trúmál-
um og menningarmálum.
Þessi ungi maður var Egill
Fáfnis. Egill var fæddur að
Ljótsstöðum í Laxárdal í Suður-
Þingeyjarsýslu. Foreldrar hans
voru Hjálmar Stefánsson (af
Skútustaðaætt) og Jakobína
Björnsdóttir (af Reykjahlíðar-
ætt). Þegar Egill var 7 ára,
fór hann til föðurbróður síns,
Sigfúsar Bjarnasonar á Kraunarstöðum í Aðaldal, Suður-
Þingeyjarsýslu, og var þar til fermingar. Þar á eftir var
hann á vegum móður sinnar í Núpasveit og Axarfirði.
Seinna stundaði hann ýmsa vinnu í Þingeyjarsýslu, þang-
að til hann fór vestur. Móðir Egils og systir hans, Bjarn-
ey, komu vestur nokkuð seinna, og þar dó Jakobína fyrir
nokkrum árum. En Bjarney býr nú í Dakota. Hálfsystkin
séra Egils hér á landi eru Helga Hjálmarsdóttir og Arin-
björn Hjálmarsson, bóndi í Mývatnssveit.
Egill fór fyrst til Winnipeg og dvaldist þar um skeið
með löndum sínum. Þaðan fór hann til Nýja Islands og
vann þar að landbúnaðarstörfum með frændfóiki sínu.
Síðan lagði hann út á menntabrautina og hóf nám við
Jóns Bjarnasonar skólann í Winnipeg. Vaknaði þar löngun