Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1953, Side 57

Kirkjuritið - 01.12.1953, Side 57
SÉRA EGILL H. FÁFNIS 279 hans til þess að verða prestur. Að þessu námi loknu settist hann í Manitobaháskólann í Winnipeg. Sjálfur kostaði hann nám sitt að öllu leyti og varð því oft að taka sér hlé frá því til þess að stunda atvinnu sína, trésmíðar. Síð- ustu þrjú námsárin las hann guðfræði við Lúterska presta- skólann í Chicago og lauk þar embættisprófi vorið 1930. Um þær mundir kvæntist hann Ellen Freeman, fæddri vestra, en ættaðri úr Dalasýslu. Var hún barnakennari, prýðilega vel gefin og sönghneigð. Þau eignuðust þrjá sonu, sem allir eru á lífi. Frú Ellen stóð vel og trúlega við hlið séra Agli í öllu starfi hans. 1 lok júnímánaðar 1930 var séra Egill vígður á kirkju- þingi til prests í Argyleprestakalli í Manitoba og tók hann þegar til starfa, einbeittur og hugsterkur og brennandi í anda. 1 prestakallinu voru þá um þúsund islendingar og fjórir söfnuðir, sem áttu sína kirkjuna hver. Þar starfaði hann af stakri kostgæfni og dugnaði í 15 ár og tók mikinn þátt í öllu félagslífi í byggðinni. Jafnframt var hann einn af forustumönnum Hins evangelisk-lúterska kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi, stofnaði innan þess kristilegt æskulýðsfélag og var ritari Kirkjufélagsins í 5 ár. Árið 1945 var séra Egill kallaður til prestsstarfa í Dakotaprestakalli í Mountainbyggð. Voru þar þá um 2500 Islendingar og 7 kirkjum að þjóna. Vann hann þar einnig ágætt prestsstarf við miklar vinsældir og virðingu. Hann varð forseti Kirkjufélagsins 1947 og gegndi því starfi af mikilli röggsemi og skörungsskap til 1952. Séra Egill var þrekmaður mikill og heilsuhraustur, unz hann fékk aðkenning af hjartaslagi snemma í október sl. Var hann þá fluttur í sjúkrahús í Cavalier og andaðist þar 13. s. m. Er þannig dánardagur þeirra forustumanna íslenzku kirkjunnar austan hafs og vestan, dr. Sigurgeirs Sigurðssonar og séra Egils Fáfnis, hinn sami. Séra Egill erfði ágæta sönggáfu frá föður sínum. Hann lék prýðilega á fiðlu og söng oft einsöng við guðsþjón- ustur og á samkomum. Rödd hans var bæði mikil og fögur.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.