Kirkjuritið - 01.12.1953, Page 59
HOLGER MOSBECH PRÓFESSOR
281
gerður prófessor. Síðustu 17 árin var hann prófessor og að
lokum bæði forseti guðfræðisdeildar og vararektor Há-
skólans.
Hann kom til íslands og átti sæti í dómnefnd við sam-
keppnispróf umsækjenda um dósentembætti í guðfræði
1937. Jafnframt flutti hann fyrirlestra við Háskólann um
samningu guðspjallanna og gaf þá út í sérstakri bók og
tileinkaði vinum sínum á Islandi.
Hann var öruggur forvígismaður frjálslyndrar guðfræði
alla ævi og hugsaði líkt og Njáll: „Þaðan mun ég mig
hvergi hræra, hvort sem mér angrar reykur eða bruni.“
Hann eignaðist því ýmsa andstæðinga, en þeir hlutu þó
að viðurkenna drenglyndi hans, falslausa guðrækni og
sannleiksást.
Vinir hans dáðu hann og þótti óumræðilega vænt um
hann. Einn þeirra, samkennari hans við guðfræðisdeildina,
sagði meðal annars við útför hans:
„Hann vissi ekki sjálfur, hvert mikilmenni hann var.
Hann var svo hógvær að eðlisfari. Hann var óvenjulega
réttlátur maður, tryggur og guðrækinn eins og barn......
Hann var öllum öðrum fremur fulltrúi umburðarlyndisins
í guðfræðilegum heimi vorum.“
Rit hans, mörg og merk, munu halda uppi nafni hans á
komandi tímum, og ef til vill munu síðari kynslóðir kunna
betur að meta en samtíðin, hver maður hann var. Hann
reis eins og drangur úr ölduróti, sorfinn brimi hið neðra,
en yfir ljómaði Guðs sól í heiði.
Á. G.
★
Fyrsti lúterski söfnuður
íslendinga í Vesturheimi átti 75 ára afmæli í októbermánuði
síðastliðnum, og var þess minnzt vestra með miklum hátíðar-
höldum.