Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1953, Side 60

Kirkjuritið - 01.12.1953, Side 60
Dr. theol. Alfred Th. Jörgensen, einn af ágætustu forystumönnum Lúterska heimssambandsins, andað- ist í Kaupmannahöfn 12. september síðastliðinn, 79 ára að aldri. Hann var mjög nafnkunnur mað- ur víða um lönd fyrir starf sitt að mannúðarmálum. Þegar stofnað var bandalagið: „Samhjálp safnaðanna" í upphafi þessarar aldar, varð hann rit- ari þess og kom afbragðs skipulagi á allt starf þess. Helgaði hann upp frá því allt líf sitt líknarmálum. Fyrst og fremst í Danmörku, en síðar bættust við önnur lönd, fleiri og fleiri. Hann átti frumkvæði að því, að stofn- að var 1931 Bandalag þjóðkirkna til starfa að mannúðar- málum og varð sjálfur lífið og sálin í þeim samtökum. Hann gekkst fyrir ýmsum þinghöldum innan lands og utan til þess að efla sem mest samstarfið og fékk miklu áorkað. Einkum vann hann að því, að bágstaddir evangeliskir söfnuðir og prestar fengju hjálp, og var hann í þeim efn- um m. a. í samvinnu við kirkju Islands. Hann kom einu sinni til íslands og varð mjög hrifinn af fegurð landsins og tók einnig ástfóstri við þjóðina. Þegar ráðizt var á kirkju íslands í dönskum blöðum, var hann öruggur málsvari hennar og skrifaði ágætar greinar og bað fyrirgefningar á skilningsleysi og fáfræði landa sinna. Rithöfundur var hann góður og lætur eftir sig merk rit. Ég kynntist dr. Alfred Jörgensen allmikið síðari hluta vetrar 1951—52, og fannst mjög til um ævistarf hans, ástúð, trúareldmóð og sálargöfgi. Hann var baráttumaður með barnshjarta fyrir málefni guðsríkis, lærisveinn, sem engin svik bjuggu í, eins og Natanael. Dr. Alfred Th. Jörgensen. Á. G.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.