Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1953, Side 68

Kirkjuritið - 01.12.1953, Side 68
290 KIRKJURITIÐ lík standa uppi í heimahúsum. Vaxandi fólksfjöldi í bæn- um og húsnæðisvandræði valda því. Væri miklum vanda og erfiðleikum létt af mönnum hér í bæ, ef hin væntanlega, mikla kirkja okkar gæti varð- veitt hinar kæru jarðnesku leifar bæjarbúa, frá kistulagn- ingu og fram til útfarar, í veglegum salarkynnum. Salarkynni þessi geymdu þá — aðgreindar auðvitað — líkkistur bæði fyrir og eftir útfarir og fyrir alla Reykja- vík og oft landið allt. Veit ég, að fleiri en ég hafa óskað þess, að einhver breyting yrði á jarðarfarasiðum hér í bæ. Að því leyti, að þeir yrðu einfaldari og að þessum raunablæ, sem þar ríkir, yrði eitthvað af létt, en vonarbjarmi kæmi ríkari í staðinn. Raunablærinn ætti að hverfa og siðvenjurnar, sem oft hafa verið viðkvæmum syrgjendum nærri því um megn, meðfram vegna þess, að einkatilfinningar þeirra hafa ekki verið nógu verndaðar. Það er vandasamt að snerta hugi syrgjenda manna og aldrei má það gleymast, að við erum kristin þjóð, er trúir á framhald lífs og meiri þroska. Allt ætti að stuðla að því, að sú huggun og það traust, sem syrgjendur öðlast í kirkjunni, á þessari hljóðu stund, gæti haldizt sem bezt og að sú blessun og sá friður, sem fylgir þessari helgu athöfn, veittist þeim, sem nálægir væru hér, bæði ástvinunum á jörðu og ástvinunum látnu, vængir ástar og þakklætis, og lyftu þeim til flugs til æðri hæða. Svava Þórhallsdóttir. Ritstjóri Kirkjuritsins telur grein þessa mjög athyglisverða og bendir á það, að helgisiðabókin leyfir, að rekum sé kastað á kistu inni í kirkjunni, sé grafreiturinn ekki þar hjá. Líkstofa ætti að vera í kjallara Hallgrímskirkju.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.