Kirkjuritið - 01.12.1953, Page 74
Aðalfundur Prestafélags íslands,
Fundurinn hófst miðvikudaginn 14. október skömmu eftir
hádegi með guðsþjónustu í Háskólakapellunni. Séra Jósef Jóns-
son prófastur flutti prédikun út af Matt. 9, 20—22. En séra
Garðar Þorsteinsson þjónaði fyrir altari.
Að lokinni messu setti formaður Prestafélagsins, Ásmundur
Guðmundsson prófessor, fundinn í hátíðarsal Háskólans. Hóf
hann mál sitt með því að minnast á hið sviplega fráfall biskups-
ins, dr. Sigurgeirs Sigurðssonar, og risu fundarmenn úr sætum
til hljóðrar bænar fyrir honum og ástvinum hans.
Ennfremur minntist formaður 3 presta, er látizt höfðu frá
því er síðasti aðalfundur var haldinn, þeirra séra Guðmundar
Helgasonar á Norðfirði, séra Böðvars prófasts Bjamasonar og
séra Kristins prófasts Daníelssonar.
Formaður flutti ávarp til fundarmanna og lagði höfuðáherzlu
á orð Jesaja spámanns: „1 rósemi og trausti skal styrkur yðar
vera.“
Því næst rakti hann starf Prestafélagsstjórnarinnar frá því
er síðasti aðalfundur var haldinn. M. a. minntist hann á þessi
mál:
1. Samstarf við prestafélög Norðurlanda.
2. Samstarf innan Bandalags starfsmanna ríkis og bæja.
3. Útgáfu Prestafélagsins.
4. Andstöðu gegn frumvarpi um leigunám á hluta af prests-
setursjörðum.
Aðalmál fundarins var: Húsvitjanir, og voru þeir frummæl-
endur prófastamir séra Hálfdán Helgason og séra Sveinbjörn
Högnason. Umræður urðu miklar, og var þeim ekki lokið fyrr
en um hádegi daginn eftir, síðara fundardaginn. Samþykktu
fundarmenn þessa tillögu í einu hljóði:
„Þar sem húsvitjanir presta eru bein embættisskylda þeirra
og auk þess einn þýðingarmesti þátturinn í starfi þeirra, væntir
fundurinn þess, að prestar landsins láti ekki undir höfuð leggj'