Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1953, Page 77

Kirkjuritið - 01.12.1953, Page 77
PRESTAFELAG ISLANDS 299 presta og lækna. Sagði hann frá slíku starfi í Noregi og Dan- mörku og vildi efla slík samtök á íslandi. Séra Björn Magnússon prófessor talaði um bókakaup til bóka- safna prestakalla. Sagði hann, að þau bókakaup væru sífellt að aukast og bókasöfnum prestakalla að f jölga. Á fyrra ári var notuð að fullu fjárhæð sú, sem veitt var á fjárlögum í þessu skyni. Fundinum barst kveðjuskeyti frá séra Jóni Kr. ísfeld. Þessu næst var gengið til kosninga. Úr stjórn Prestafélagsins áttu að ganga að þessu sinni þeir séra Ásmundur Guðmundsson prófessor og séra Sveinbjörn Högnason prófastur á Breiðaból- stað. Voru þeir báðir endurkosnir í stjórn. Varamenn voru og endurkosnir séra Jón Auðuns dómprófastur og séra Sigurbjörn Einarsson prófessor. Endurskoðendur voru endurkosnir þeir séra Sigurjón Árna- son og séra Ásgeir Ásgeirsson fyrrv. prófastur. Varaendurskoð- andi var kjörinn séra Jón Þorvarðsson. Formaður sleit svo þessum aðalfundi með því að ávarpa prestana nokkrum orðum. Þakkaði þeim mjög góða fundarsókn, miðað við þennan árstíma, og samstarf. Minntist hann enn biskupsins látna og fagnaði því, að fundurinn hafði stutt af alhug áhugamál hans. Hann drap á það, hvernig biskup hefði reynzt prestum á kirkjulegum fundum í Háskólanum. Yrði nú gengið til altarisgöngu, heilags sakramentis kristninnar frá upphafi um aldirnar, sem Hallgrímur Pétursson hefði lýst svo í þessari játningu sinni til frelsarans: í sakramentinu sé ég þig svo sem í líking skærri með náð mér nærri. Við sakramentið væri treyst hið heilaga samfélag lifenda og dáinna. Kvaðst hann vona, að biskupinn iátni væri í samfélagi við þá alla í helgidóminum, er þeir neyttu altarissakramentis- ins. Séra Helgi Konráðsson prófastur tók prestana til altaris, en Jón ísleifsson organleikari lék undir. Verður sú stund heilög minning þeim, er þar voru. Fundinn sóttu 50—60 andlegrar stéttar menn og margir guð- fræðinemar.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.