Kirkjuritið - 01.02.1956, Blaðsíða 7

Kirkjuritið - 01.02.1956, Blaðsíða 7
BOÐSKAPUR KIRKJUNNAR 53 Fyrir skömmu las ég þessi ummæli prests nokkurs: „Jafn lengi og kirkjan boðar Guð reiðinnar, dómsins og refs- mgarinnar, munu mennirnir verða hvattir til reiði, dóms og refs- mgar, bæði í smáu og stóru. Og friður verður ekki á jörðu. Frið- 11 r getur aðeins eflzt að sama skapi sem hugir manna endurfæð- ast og göfgast við trúna á Guð sem fullkominn, óbifanlegan kærleik.“ Ég er sömu skoðunar* Kristindómurinn er fullkomin trúar- Érögð kærleikans. Frá kærleik, fyrir kærleik og til kærleiks eru aflir hlutir. Guð lætur sól sína renna upp yfir vonda og góða °g rigna yfir réttláta og rangláta. Þ. e. a. s. hann elskar alla aaenn um tíma og eilífð. Hann breiðir jafnvel faðminn við dauð- Um °g glötuðum syni, sem kemur frá drafi svínanna. Hvert aiannsbarn, undantekningarlaust, má segja við Guð sinn: „Fað- lr vor, þú sem ert á himnum." Já, vér megum öll kalla skapara himins og jarðar: Pabba. Þannig kenndi Jesús. Og allt líf hans og starf, dauði og upprisa sýna oss skýrt og ótvírætt þennan kær- leika Guðs. Jafnframt boðar fagnaðarerindi Jesú það, að hver og ein manns- sal sé meira virði en öll ytri dýrð heimsins. Hann segir: Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn og fyrirgjöra sálu s,nni? Því að hvaða endurgjald mundi maður gefa fyrir sálu sína? ■petta óendanlega gildi manns-sálarinnar er af því runnið, að lnnst inni í mannshjartanu býr eitthvað það, er Guð elskar, eitt- hvað gott. Þannig hefir hann skapað börn sín. Fetta virðist mér vera fagnaðarerindi Jesú, einfalt og óskorað, ei kirkjan á að boða með fullri djörfung. Ef einhver kynni að ætla, að slíkur boðskapur myndi sljóvga ábyrgðartilfinning mann- Unna eða nema hana burt, þá er það misskilningur, því að hörmu- legast af öllu er að syndga gegn kærleika Guðs. Það er ekki mgsunin um reiði Guðs eða refsingu, sem veitir mönnunum ezta hjálp til iðrunar og afturhvarfs, það er heitur, óendan- egnr kærleiki hans. á einnig að setja fram siðaboð Jesú í órofa sambandi Vl fagnaðarerindi hans um kærleika Guðs og gildi mannssálar-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.