Kirkjuritið - 01.02.1956, Blaðsíða 16

Kirkjuritið - 01.02.1956, Blaðsíða 16
/'■--------- PISTHR v__________/ Svartui blettui. Fiskisagan flýgur nú á skemmri tíma heimsendanna á milli en áður fyrr á milli bæja. Og samgöngutæki og viðskiptahættir nútímans leiða æ betur í Ijós, að vér mennirnir erum raunar all- ir ein fjölskylda og hvern einstakling varðar það, sem aðrir haf- ast að. Nú frekar en nokkru sinni áður er sú viðvörun postulans tímabær, að kristnir menn kappkosti að lifa sem bezt samkvæmt boðum meistarans, svo að þeir hneyksli ekki þá, sem þeim eru ókunnugir eða andvígir. Gott er, þegar andstæðingum kristninnar finnst þeir vera til- neyddir að leita aftur í aldir til árásarefna, svo sem þegar þeir fjölyrða um spillingu páfadómsins eða afglöp og grimmd rann- sóknarréttarins á miðöldum. Því auðvitað hefir margur krist- inn maður villzt af vegi og þjónar kirkjunnar gert mörg axar- sköpt. Enda talið, að fátt sanni betur mikilleik og mátt Drottins en það, að kirkja hans skuli hafa staðizt um aldirnar þrátt fyrir veikleika og spillingu lærisveina hans. Satt er að vísu, að á öllum öldum og enn á vorum dögum eru þeir til, sem kallast geta ljós heimsins og salt jarðar sakir Krists- fylgdar sinnar. En samt á kirkjan ekki svo sterka taflstöðu á skákborði heimsvaldanna, að vér getum rólegir lokað augunum fyrir því, sem framið er af „kristnum mönnum“ eða jafnvel í nafni hennar allri kristni til skammar og háska. Slíkt á sér stað í Suður-Afríku. Þar hefir fámennisstjóm vald- gráðugra og auðsjúkra hvítra manna árum saman kúgað marg- faldan fjölda þeldökkra manna, sem þarna voru bornir til lands. Hinir hvítu „kristnu,“ sem jafnvel hafa haft guðfræðinga að forystumönnum, hafa meira að segja krafizt algjörs aðskilnað-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.