Kirkjuritið - 01.02.1956, Blaðsíða 37
KIRKJULXF í RÚSSLANDI
83
ríki, þar sem valdhafarnir geta daglega sagt frá nýjum framförum og nýj-
um undrum, er allir geta séð og þreifað á, hljómar að staðaldri rödd, sem
a djúpan hljómgrunn í rússneskri menningu og þjóðarsál. Rödd, sem alltaf
hefir kjark til að endurtaka orð meistarans um, að „maðurinn lifir ekki
á brauði einu saman, en af sérhverju orði, sem framgengur af Guðs munni.“
Erik Jensen. (G. Á. þijddi.)
Afkristnun.
Blað nokkurt hermdi eftirfarandi orð eftir miklum sagnfræðingi og sál-
fræðingi 19. aldar, sem raunar gróf sjálfur mjög undan trúhlýðni lærðra
°g leikra:
„Daginn þann, sem trúarbrögðin missa hald sitt á heiminum, verður
óumræðilegt siðgæðis- og ef til vill einnig vitrænt afturkast. Vér getum
Verið án trúarinnar, sakir þess að aðrir eiga hana fyrir oss. Trúleysingj-
amir fljóta með fjöldanum, sem er meira eða minna trúaður. En daginn
þann, sem fjöldann skortir hinn hvetjandi trúarstyrk, munu jafnvel hinir
hugrökkustu sækja fram titrandi á beinunum.“
.... Þegar ég rakst á þessa litlu úrklippu, var mér ljóst, að þama er
uutíðarástandinu lifandi lýst. Alhir fjöldinn hefir týnt hinni brennandi trú
a yfirráð andlegra verðmæta. Það skiptir raunar næsta litlu máli, — frá
heimssögulegu sjónarmiði, — þótt prófessorar, landshöfðingjar, bankastjórar
°g verksmiðjueigendur týni trúnni á Guð. En vei oss, — þegar allur fjöldinn
^efir tapað trúnni á öll andleg verðmæti.
Eg man eftir ósköp barnalegum ráðherra, — hann hafði áður verið bæði
vísindamaður og prófessor, — og hann var alveg ótrúlega hreykinn og upp
uieð sér af guðleysi sínu. Ilann hafði það fyrir fasta venju, að staglast á
því, að hann tryði á lífið en alls ekki á Guð. Þegar hann varð svo ráðherra
°g átti að vinna embættiseið sinn, varð hann auðvitað, — enda ennþá ánægð-
ari með sjálfan sig en nokkru sinni áður —, að láta starfsbræður sína vita,
að hann tryði hvorki á Guð né ódauðleika sálainnar. En að sjálfsögðu
v«eri hann neyddur til að vinna eiðinn. Eftir athöfnina mælti skrifstofu-
sijórinn hans þessi óumræðilega sönnu orð um sinn nýja yfirmann: „Það
skiptir auðvitað engu máli, hvort X ráðherra trúir á Guð eða ekki. Það
Versta er, að Guð trúir ekki á X ráðherra.“
Já, vinir mínir þetta er mergurinn málsins.Það hræðilega er, ef við
erum visin tré .... Sven Lidman.