Kirkjuritið - 01.02.1956, Blaðsíða 10

Kirkjuritið - 01.02.1956, Blaðsíða 10
56 KIRKJUBITIÐ á friði á jörð. Jafnvel á trúboðsakrinum hefir fjandskapur átt sér stað með trúflokkum kirkjunnar, og innan vorrar evangelisk- lútersku kirkju eru einnig ýfingar og flokkadrættir, og bræður berjast. Að vísu eru reistar miklar vonir á alkirkjuhreyfingunni og starfi hennar að sameiningu kirkjudeildanna í heiminum, — að þær standi saman og vaxi saman — en kaþólsku kirkjuna vantar þó enn í samtökin. Og hinar kirkjudeildirnar leggja, að minni hyggju, mikils til of þunga áherzlu á ýtarlega játningu, sameiginlega og snjalla, hnitmiðaða trúfræði, sem allir geti fylkt sér um, og jafnvel á þinginu í Evanston í fyrra sumar voru menn ekki komnir svo langt, að þeir gætu allir gengið saman til altaris. Vér verðum vel að muna, að frelsari vor mælti: Allir eiga þeir að vera eitt, en aldrei: Allir eiga þeir að vera eins. Svo mikil er að vilja föður vors og skapara auðlegð veraldar og margbreytni, að ekki eru eins tvö blóm eða tvö tré, hvað þá tveir menn. Með þeim hætti, að allir verði eins, verður aldrei sameinazt um sama hirði: Jesú Krist, son Guðs, bróður og frelsara mannanna. í skiln- ingi á þessu á að boða einingu kirkjunnar og allt líf kirkjunnar þroskast og mótast að boði Jesú. Þá mun kirkjan eignast, eins og stendur í Davíðssálmum, afl til þess að stöðva styrjaldir til endi- marka jarðar, brjóta bogann, slá af oddinn og frelsi í Jesú nafni mannkynið af heljar þremi. í krafti Krists á kirkjan að boða frið á jörðu og fóma öllu, til þess að friður verði. Það má kosta svo mikið sem vera skal. Já, ef til vill verður kirkjan að gjörast aftur píslarvættiskirkja. En undir merki Krists mun mannkynið geta haldið brautina hættulegu í áttina til sigurs: Guðs ríkis á jörðu. Tíminn er fullnaður og guðsríki er nálægt; gjörið iðrun og trúið fagnaðarboðskapnum. Þannig hóf Jesús prédikun sína í Galíeu. Sami boðskapur ætti einnig nú að hljóma frá kirkjunni til alls mannkynsins, frá strönd til strandar og land úr landi. Já, hann hljómar nú þegar. í því sambandi hlýt ég að geta „Hervæðingarinnar siðferði- legu“, sem áður var nefnd Oxfordhreyfing. Arum saman hefi ég gagnrýnt hana, talið áróður hennar barnslega einfeldnislegan og stórorðan, eins og banka, sem gæti ekki innleyst ávísanir sínar með gulli. En nú sé ég, að tortryggni mín hefir verið helzt til

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.