Kirkjuritið - 01.02.1956, Blaðsíða 8

Kirkjuritið - 01.02.1956, Blaðsíða 8
54 KIRKJURITIÐ innar. Hvort tveggja á algerlega saman. Þar eð Guð elskar oss, eigum vér einnig að elska hann af öllu hjarta og náungann eins og oss sjálfa. Af kærleikanum til hans á að leiða rétta breytni gagnvart bræðrum vorum og systrum. „Elska Guð og gjör það sem þú villt,“ mælti Agústínus kirkjufaðir. Það er einkum þrennt, er mér virðist þurfa að leggja á megin- áherzlu í siðaboðskap kirkjunnar. 1. Kristur kom til þess að stofna GuSs ríki hér á þessari jörð. Hann segir, að þetta ríki sé í nánd, já, það sé þegar komið til mannanna. Hann kennir oss að biðja daglega um komu hans með krafti: Komi ríki þitt. Verði vilji þinn svo á jörðu sem á himni. Guðs ríkið er hvorki hilling né kemur fyrst í lok tímanna. Siðaboð Jesú í Fjallræðunni og allri kenningu hans eiga að vera grundvallarlög Guðs ríkis hér á jörðu. Boð Jesú ber að lialda, öll — öll í anda hans og með dæmi hans fyrir augum. Þeir, sem hafa leitazt daglega við að lifa eftir þessum boðum, hafa öðlazt undursamlega reynslu. Nvlega átti ég tal við prest einn um þetta. Hann hafði á námsárum sínum verið nokkur sumur lög- regluþjónn á róstusömum stað. En hann beitti aldrei kylfunni. Meginregla hans var þessi í lífi og starfi: Slái einhver þig á hægri kinn þína, þá snú þú einnig hinni að honum. Með þess- um hætti vann hann mestu sigra sína. Og svo mun það einnig reynast að fylgja öðrum meginreglum Fjallræðunnar. Ef allir hlýðnuðust gullvægu reglunni: Allt, sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra, þá myndi verða fullur friður á jörðu. Það er hættulegt að reyna að ógilda þessi boðorð með þeirri skýringu, að þau séu hugsjónir, sem menn geti aldrei náð. Það væri nærri því hið sama sem ef áhöfn skips vildi ekki stýra eftir pólstjörnunni, af því að stefnið gæti aldrei komizt þangað. í ríki Guðs á að stýra eftir eilífum stjörnum Guðs. Þess vegna verður kirkjan að fylgja öllum siðakröfum Krists í Fjallræðunni og annars staðar og halda þeim hátt á lofti fyrir sjónum mannanna svo sem helgum boðum Guðs. Líkingarnar tvær í lok Fjallræðunnar skal ávallt muna og ekki sízt áminningu Jesú til lærisveina sinni: „Hví kallið þér mig herra, herra, og gjörið ekki það, sem ég segi?“

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.