Kirkjuritið - 01.02.1956, Blaðsíða 6

Kirkjuritið - 01.02.1956, Blaðsíða 6
Boðsftapur Mrbjunnar Þegar um það er rætt, hvernig kirkjan eigi á þessum hættu- tímum að boða fagnaðarerindi Jesú Krists og siðakenningu, kem- ur mér í hug gata ein í snarbrattri hlíð meðfram sjónum. Hið neðra eru klettar, sem brimlöðrið skellur á. Þar sem hættuleg- ust bugða er á veginum við lítið gildrag, hefir kirkjan reist tré- kross. Hann hefir verið endurnýjaður aftur og aftur um liðnar aldir og jafnan rist á hann sama letrið: Þú, sem gengur fram hjá mynd Krists, skalt falla fram og biðjast fyrir. Mér virðist göngu mannkynsins á síðari árum farið líkt sem hún væri á heljar þremi. Ofboðsleg slys og tjón, þyngri en tárum taki, hafa að höndum borið, og vetnissprengjan ógnar með hruni og tortímingu. Eina vonin um líf og björgun er sú, að kirkjan haldi hátt á lofti fyrir augum mannkynsins mynd Jesú Krists, þannig, að mennirnir snúi sér til hans og trúi á hann sem frels- ara sinn og son Guðs. Kristur verður sjálfur að veita hjálpina. Menn gjöra stundum greinarmun á fagnaðarerindinu, sem Jesús flutti, og fagnaðarerindinu um hann. En í dýpstum skilningi er hvort tveggja liið sama. Jesús er sjálfur lifandi fagnaðarer- indið, sem hann flutti. Því má kirkjan aldrei gleyma í boðskap sínum, því að mestu varðar að fagnaðarerindið renni upp eins og sólin í ljóma, mætti og dýrð. Kirkjan á að boða á vorum dögum fagnaðarerindið með þeim hætti, að það sé í raun og veru fagnaðarerindi. Það má ekki slá á það fölva, eins og oft hefir verið gjört. Það á að vera hreinn og sannur boðskapur gleðinnar, ekki óttans, kvíðans, né áhyggn- anna. Og boðskapur gleðinnar nýtur sín þá fyrst til fulls, er hann leggur annars vegar áherzlu á óendanlegan föðurkærleika Guðs og hins vegar eilíft gildi manns-sálarinnar.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.