Kirkjuritið - 01.02.1956, Blaðsíða 9

Kirkjuritið - 01.02.1956, Blaðsíða 9
BOÐSKAPUR KIRKJUNNAR 55 2. Siðakenning kirkjunnar á að beinast miklu meir að félags- málum en hún hefir gjört á liðnum öldum. Henni hefir verið beint að einstaklingum — eins og vitaskuld er rétt — en ekki, eins og vera ætti, að félagslífinu á öllum sviðum, og varðar vissu- lega engu minna um það, þar sem siðferðileg ábyrgðartilfinning minnkar oft, er fleiri verða um ábyrgðina. Um það hefir marg- sinnis verið þagað, sem kirkjan hefði átt að segja við ríki, sveitar- félög og stjórnmálaflokka. Þess vegna er það söguleg staðreynd, að félagsmálin og stjórnmálin hafa iðulega verið ósnortin með öllu, þótt kristindómurinn hafi verið boðaður einstaklingum og haft nokkur áhrif á þá. Og stjórnmálaviðskipti þjóðanna — að kristnu þjóðunum meðtöldum — hafa stundum verið alheiðin. Þannig er því farið enn á vorri öld, fyrst tvær heimsstyrjaldir og svo kalda stríðið. Menn lialda því fram oft, að kirkjan eigi ekki að fást við stjórnmál — og auðvitað á hún að standa miklu ofar stjórnmálaflokkunum — en hún á einmitt að hafa sem mest áhrif á stjórnmálin. Kirkjan á fullan rétt og frelsi til þess að kveða upp dóm sinn yfir þeim og félagsmálunum og segja það hreinskilnislega, að þau séu ókristin, ef svo er. En þar sem kirkjan hittir fyrir grundvallar hugsanir kristindómsins, eins og t. d. í baráttu Sameinuðu þjóðanna gegn stríði en fyrir mann- helgi og mannréttindum allra, þar á kirkjan að lýsa blessun Guðs yfir þess konar hreyfingum og starfa með þeim. Og kirkjan a að auka áhrifamagn dóms síns með því að lifa sjálf félagslífi, er megi verða öllum öðrum fyrirmynd. Hún á að keppa að því að verða eins og himnesku hersveitirnar, er fyrstar fluttu boð- skap jólanna: Dýrð sé Guði í upphæðum, og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefir velþóknun á. 3. Orð Jesú um pað, að fylgjendur hans eigi að vera eitt, eiga °ð auðkenna boðskap kirkjunnar. Þetta siðaboð á að standa í miklu hærra gildi en kirkjan hefir vera látið. Því verður ekki neitað, að kirkjan er klofin sjálf og brestur þrótt til þess að koma

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.