Kirkjuritið - 01.02.1956, Blaðsíða 47
INNLENDAB FRETTIR
9a
Bindindis- og áfengismálasýning var haldin í Reykjavík í síðast-
liðnum mánuði. Var hún merk og fjölsótt. Margir skólastjórar létu nem-
endur sína kynna sér sýninguna, og var það vel til fallið. Þarna gat að líta
m. a. hina miklu slysahættu, sem fylgir vínnautninni og minnt var á
heimilisbölið, sem oft er afleiðing hennar. Eins sást glöggt, hve dýrt vínið
er og hve mikið magn matvæla má kaupa fyrir eina flösku. Vonandi verð-
ur þetta eitt skrefið til úrbóta á áfengisbölinu. Þess er ekki vanþörf.
Kirkjukór Húsavíkur hélt fjölsótta samkomu í Húsavíkurkirkju 21.
jan. síðastliðinn. Friðrik prófastur Friðriksson var söngstjórinn, sem kona hans
frú Gertrud lék á ldjóðfærið. Aldís Friðriksdóttir söng einsöng, en tvísöng
sungu þær Aldís Friðriksdóttir og Laufey Vigfúsdóttir. Einnig Ingvar Þór-
arinsson og Njáll Bjarnason. Enn söng kvennakór. Ollum söngnum var
vel fagnað.
Olafur Ólafsson kristniboði ritar fróðlega grein í Fast Grunn 6. h.
1955, um K. F. U. M. og aldarhátíð þess í París í haust sem leið. I sama
hefti er grein eftir Skúla Tómasson um „Heimatrúboð leikmanna“, einkum
upphafsmann þess Ármann Eyjólfsson skósmið, sem er látinn fyrir skömmu.
Ennfremur er þarna endurprentun úr dönsku blað.i á smágrein um séra
Friðrik Friðriksson eftir V. Persson.
Séra Grímur Grímsson í Sauðlauksdal hefir verið settur til þess að
þjóna fyrst um sinn Brjánslækjarprestakalli jafnframt sínu eigin.
Séra Þórarinn Þór á Reykhólum hefir verið settur með sama hætti
til þess að þjóna Flateyjarprestakalli.
Gjöf til Staðarhólskirkju. Eins og sagt var frá í Kirkjuritinu í fyrra,
þá gáfu þau hjónin Ingibjörg Guðmundsdóttir og Júlíus Björnsson rafvirkja-
nieistari í Reykjavík forkunnarfagra raflýsingu til Staðarhólskirkju í Döl-
um. En þau hafa ekki látið staðar numið við þá höfðinglegu gjöf, lieldur
hafa þau enn fært Staðarhólskirkju fagra gripi. Eru það tveir þriggja álma
kertastjakar úr silfri með rafmagnskertum í, og er að þeim hin mesta prýði.
Höfðu hjónin lengi leitað fyrir sér um val á stjökum og létu loks steypa
þá í Danmörku. Söfnuður Staðarhólskirkju kann þeim hjónum sínar inni-
legustu þakkir fyr.ir gjafir og góðan hug. — Staðarhólskirkja á marga góða
velunnara, það sýnir búnaður hennar glögglega. Er kirkjan nú mjög vel
búin að gripum góðum og skrúða fögrum, en sjálft kirkjuhúsið hið stæði-
legasta. Ég flyt þakkir öllum unnendum Staðarhólskirkju fyrir gjafir þeirra,
en þó meir fyrir hið góða hugarfar sem þeim fylgir. Þórir Stephensen.