Kirkjuritið - 01.02.1956, Blaðsíða 40

Kirkjuritið - 01.02.1956, Blaðsíða 40
KRISTNIR ÁHRIFAMENN CJeoffiejf Froncis fishcr erkibiskup í Kantaraborg Hann er prestssonur, fæddur 1887, og reyndist á unga aldri duglegur námsmaður í Oxford. Tók prestsvígslu 1913, sætti síð- an skjótum frama. Varð 1914 rektor Repton School og gat sér ágætan orðstír sakir stjórnsemi og skilnings, þekkingar og kenn- arahæfileika. 1932 var hann skipaður biskup í Chester. 1939 Lundúnabiskup. Þar gat hann sér frægðarorð, og aflaði sér mik- ils álits fyrir ýmissa hluti. Brennandi áhugi hans á félagsmálum og ýmiss konar umbótum, hæfileikar hans til að vera manna- sættir komu þarna í góðar þarfir. Á styrjaldarárunum var hann t. d. formaður kirkjulegrar nefndar, sem jafnvel kaþólskir menn voru aðilar að, en hlutverk hennar var að beita áhrifum kirkj- unnar til happasællar lausnar ýmissa félagslegra vandamála. Dr. Fisher vann og af frábærum dugnaði að því að halda uppi óslitnu kirkjulegu starfi í höfuðborginni, þrátt fyrir allt það öngþveiti og erfiðleika, sem loftárásirnar höfðu í för með sér. Hann hvatti og mjög til endurreisnar þeirra kirkna, sem lagðar voru í rústir. Það hefir jafnan aukið vinsældir hans, að þótt hann gæti að vísu vel virðingar sinnar, er hann raunar al- þýðlegur maður að eðlisfari, og kemur vinsamlega fram við alla. Honum er líka eiginlegt að geta tekið létt á hlutunum, og að snúa ýmsu upp í spaug, ef svo ber undir. Ameríski skopleikarinn Danny Kaye slapp einu sinni með mestu naumyndum við að aka yfir dr. Fisher. Þá sagði biskup bros- andi, þegar hinn æddi út úr bílnum: „Nú munaði engu, ungi maður, að þér yrðuð sannarlega frægur.“ Síðar þegar Danny lét þau orð falla í sambandi við ástamál ensku prinsessunnar, að dr. Fisher minnti hann á kanadiskan varðhund, svaraði bisk- up þessu til: „Þetta er verulega sniðuglega að orði komizt. En

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.