Kirkjuritið - 01.02.1956, Blaðsíða 41

Kirkjuritið - 01.02.1956, Blaðsíða 41
GEOFFREY FRANCIS FISHER 87 sá er munur á okkur, Danny, að þér eruð alltaf að spreyta yður á að segja eiijhverja fyndni. En ég segi hana aldrei, nema hún hrökkvi ósjálfrátt út úr mér.“ Arið 1945 varð dr. Fisher eftirmaður hins fræga Williams Temples á erkibiskupsstólnum í Kantaraborg. Sá 99. í röðinni þar. Töldu margir, að honum myndi veitast erfitt að fylla hið opna skarð. Og einhvern tíma stóð líka í Sunday Times: „Senni- lega veltir dr. Fisher því á stundum unarandi fyrir sér í auð- mýkt sinni, að hann skuli nú sitja í sæti heilags Ágústínusar. En þá er hann eflaust líka svo raunsær, að játa það fyrir sjálfum sér, að það sé ekki hægur vandi að benda á neinn, sem sé nú færari til þess.“ Margt stuðlar líka að því, að dr. Fisher hefir sífellt vaxið að áliti og í hylli sem höfuðbiskup ensku kirkjunnar. Hann tek- ur m. a. mikinn þátt í einingarstarfinu og styður Alkirkjuhreyf- inguna af megni. Af sömu rót sprettur áhugi hans á að efla sam- skipti ensku kirkjunnar og ýmissa annarra kirkna, t. d. á Norð- urlöndum, einnig vorrar. Hann er og umburðarlyndur í garð þeirra, sem hafa ólíkar skoðanir, svo sem kaþólskir. Einnig er hann skilningsríkur og hógvær gagnvart þeim, sem hafa aðrar stjórnmálaskoðanir. Einhvern tíma bar það á góma í lávarðadeildinni, að „rauði dómprófasturinn“ í Kantaraborg, dr. Hewlett Johnson, gerði ensku kirkjunni skaða með því að flagga með kommúnistiskum skoðunum sínum erlendis. Biskup svaraði því á þessa lund: „Það er nú svona, að þegar hann er heima, þá sárlangar mig til að hann*sé erlendis, en þó þrái ég það ennþá heitar, að liann sé heima, þegar hann er erlendis.“ Mjög jók það vinsældir erkibiskups, er hann krýndi Elísabetu II. með miklum virðuleika, en án allra öfga eða hégómleika. Eins hefir hann lagt mikla stund á að treysta sambandið við kirkjur samveldislandanna. Enginn enskur erkibiskup hefir ferð- ast neitt nándarnærri jafnmikið, enda hægara að komast um hnöttinn nú en áður. Dr. Fisher hefir farið til flestra samveldis- landanna, og um fleiri lönd. Hvar vetna hefir hann látið eins °g heima hjá sér, og getið sér vinsælda. Á Nýja Sjálandi brýndi hann að landssið þar nef sitt, sem er stórt og mikið, á nefjum

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.