Kirkjuritið - 01.02.1956, Blaðsíða 19

Kirkjuritið - 01.02.1956, Blaðsíða 19
PISTLAR 65 En vér kingjum þessu öllu næsta þegjandi og hljóðalaust, tök- um þessu líkt og sjálfsögðu. Vér erum ekki meiri né betri menn, ekki komnir lengra í kristindóminum en þetta. En vonandi eiga þeir tímar eftir að koma, þegar niðjúm vorum blöskrar að lesa um þetta fádæma siðleysi og þessar ólýsanlegu hörmungar. Þá hljóta vorir tímar, að því er varðar þessa hluti, vart mildari dóma en vér fellum nú um mestu grimmdarverk heiðninnar eða mesta siðleysi miðalda. En er það ekki umhugsunarvert, að hver sú þjóð, a. m. k. í hópi sameinuðu þjóðanna, sem unir andófslítið eða mótmæla- laust fregnum um fangabúðir hvar í heimi sem er, er líkleg til að þola þær innan sinna landamæra, ef svo ber undir. Og þó er annað, sem mér finnst að vér íslendingar þyrftum samt að hugsa enn almennar og rækilegar. í þessum sem öðrum uiálum eru andlegir kraftar að verki, — eru rótin og krafturinn: þröngsýnin, ofstækið, hatrið. Fangabúðir hleypidóma og flokksveldis eru nú um allar jarðir. °g því miður fáum vér ekki aðeins að kynnast þeim, heldur eigum vorn þátt í að reisa þær og halda þeim við. Þetta hefir að vísu alltaf átt sér nokkurn stað, en ég fæ ekki varizt þeirri blfinningu, að þjóð vorri hafi farið aftur að víðsýni og umburðar- tyndi á síðari árum. Valda þar bæði um erlend áhrif og nýir innlendir hættir. Eg minnist þess vel frá unglingsárunum, er bækur voru lesn- ar upphátt í baðstofunni, og menn ræddu af kappi efni þeirra. Ósjaldan hitnaði í þeim umræðum, en menn voru jafngóðir vin- lr eftir sem áður. Þess vegna þorðu þeir líka að deila, hvenær sem svo bar undir. Hitt man ég líka af sviði stjómmálanna, er ýmissir ágætustu þjóðskörungar féllu í kosningum, sakir þess, að þá voru málefnin enn í hugum fjöldans öllum flokksböndum ^elgari og ríkari. Nú virðast margir sjá ýmist svart eða rautt, ef um andstæð- lnga er að ræða. Sumir a. m. k. veigra sér við að ræða almennt nm stjórnmál nema við skoðanabræður, svo að ekki leiði til mis- skilnings eða vinslita. Á sjálfu Alþingi virðast flokksfundirnir 8era sjálfa þingfundina að hálfgerðum „leikaraskap" á stundum, 5

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.