Kirkjuritið - 01.02.1956, Blaðsíða 27

Kirkjuritið - 01.02.1956, Blaðsíða 27
SKATTSKYLD TVEIM HEIMUM 73 sem stóðu oss framar í sannri menningu, hrörnun væri auðsæ og vér lifðum á arfleifðinni. Röksemdir hans fyrir því, að sið- menningunni hafi hnignað, má Ijóslega heimfæra til trúlífs nú- tímans. Stórkostleg afkristnun hefir átt sér stað á Vesturlönd- um á þessari öld. Vér erum arftakar kynslóða, sem skópu háleit trúarleg verðmæti, og áhrifa þeirra gætir enn. En ef tréð hættir að nærast, getur það ekki lifað nema meðan það er að eta upp hinn gamla forða í stofninum, svo getum vér ekki lifað nema afmarkaðan tíma á þeim kristilega arfi, sem fyrri kynslóðir létu oss eftir. Guð hjálpi menningunni þá. Þetta er hið stóra alvörumál, sem skírskotar til allra, sem vilja standa ábyrgir andspænis eftirkomendunum. Erum vér þá nokk- uð verr á vegi staddir eða verri menn en þeir, sem lifðu áður °g voru trúaðir? E. t. v. ekki, meðan vér lifum á þeirri arfleifð 1 þjóðlífi, þjóðháttum og menningu, sem trúaðri kynslóðir létu oss eftir. En vér lifum ekki nema afmarkaðan tíma á þeirri arf- leifð, ef hún verður ekki endurnýjuð. Og hvernig fer þá? Skattskyldir erum vér keisaranum og Guði. Hvernig gjöldum ver þennan tvöfalda skatt. Þegar nvtt ár er runnið, er ástæða til að spyrja svo. Gjöldum vér íslenzkir menn ekki keisaraskatt þannig, að skefja- laus eiginhagsmunahyggja og heimskulegt virðingarleysi fyrir ’ögmálum samfélagsins er að sliga þjóðfélagið, og það svo mjög, að í máttarviðum fjárhagskerfisins marrar? Er ekki skorturinn á disciplin, þegnlegri hollustu, hlýðni og aga að bera oss eitraðan ávöxt? Og ræturnar liggja dýpra: Gleymdu föðurlandi þínu á himn- Um» og þitt jarðneska föðurland mun sárlega gjalda þess. Vér erum tveggja heima börn, börn himins og jarðar, og skatt- skyld tveim heimum í senn. Það liggur áreiðanlega mikið við, að vér gleymum ekki spekimálinu mikla: „Gjaldið þá keisar- anum það, sem keisarans er, og Guði það, sem Guðs er.“ Flvtja þau orð oss ekki áramótaboðskap, sem vert er að hug- leiða? Jón Auðuns.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.