Kirkjuritið - 01.02.1956, Blaðsíða 33
Scra ‘porvarður pormar scxtugur
Hann fæddist 1. febrúar 1896, og
voru foreldrar hans Guttormur bóndi
og alþingismaður í Geitagerði í
Fljótsdal Vigfússon, og k. h. Sigríð-
ur Guðbjörg Anna Sigmundsdóttir.
Þorvarður ólst upp í föðurhúsum,
gekk síðan menntaveginn og lauk
stúdentsprófi í Reykjavík 1919. Guð-
fræðipróf tók hann 1923. Var einn
vetur kennari við unglingaskóla á
Norðfirði. Vígður til Hofteigs á Jök-
uldal 23. júní 1925. Sat þar síðastur
presta til 1928, að hann fékk Laufás,
en þar hefir hann verið síðan.
Séra Þorvarður var vinsæll maður þegar á skólaárum. Hóf-
sarnur, trúr, góðviljaður og drengur bezti. Hann hefir rækt em-
bætti sitt af alúð og skyldurækni og stundað búskapinn jöfnum
höndum. Hann er kvæntur ágætri konu, Ólínu Mörtu Jónsdóttur,
asttaðri úr Rvík. Hafa þau eignast þrjá syni, prýðilega náms- og
efnismenn. Nýtur fjölskyldan öll sannra vinsælda í prestakallinu.
Eg kom á sólfögrum degi í Laufás í sumar. Rann þá í hug
visan forna, sem ég veit að séra Þormar mun taka undir:
Laufás minn er listabær,
lukkumaður sá honum nær,
einkum þegar aldin grær,
og allt á móti manni hlær.
Aðeins leitt að sjá, hve gamla, fallega bænum er illa við hald-
ið. En margt húsa hefir verið reist þar í tíð séra Þorvarðar. (Þar
er nú líka að rísa nýbýli). Samtímis mér komu margir að Lauf-
asi, 0g var Jæim öllum vel fagnað af prestshjónunum, sýndur
staðurinn og veittur beini. Munu margir minnast þaðan slíkra
ánægjustunda.
Vér biðjum séra Þorvarði blessunar og heilla í framtíðinni.
G. Á.