Kirkjuritið - 01.02.1956, Blaðsíða 46

Kirkjuritið - 01.02.1956, Blaðsíða 46
'92 KIRKJURITIÐ Frú Helga Kaaber, ekkja Ludvigs heitins Kaabers bankastjóra, gaf fyrir nokkru dýran hökul og tvo fagra, handsmíðaða messingstjaka til Hellnakirkju á Snæfellsnesi. Hökulinn er gerður af frú Mörtu Kalman og ísaumaður gotneskum krossum bæði á brjósthlið og bakhlið. — Kirkjubóndi á Hellum er Valdemar Kristófersson, og þakkar liann þessar góðu gjafir. Tveir guðfræðingar luku kandidatsprófi 30. f. m. Benedikt Ingimund- ur Arnkelsson (1. eink. 183 stig) og Cuðmundur Ólafs Þorsteinsson (1. eink. .210)2 stig). Mun hinn síðarnefndi hafa hæstu einkunn, sem gefinn hefir verið í guðfræðideildinni. Plófessor Fr. Heiler frá Marburg var hér á ferðinni nýlega. Viðtal við hann birtist í næsta hefti. Frá Grímsey. Grimseyingar eru mjög áhugasamir urn kristni og kirkju, og hafa sýnt það bæði í orði og verki. Nýlega söfnuðu þeir fyrir orgeli í kirkjuna svo að segja á einu kvöldi. Gaf hvert heimili frá tvö upp í fimm hundruð krónur. A seinasta aðalfundi safnaðarins samþykktu þeir að hækka kirkjugjaldið um helming. Þegar eitthvað hefir verið gert kirkjunni til tekna, hafa þeir ekki látið á sér standa. Flateyingar hafa átt kirkjusókn að Brettningsstöðum á Flateyjardal. En nú er dalurinn allur lagstur í eyði. Er því liafinn undirbúningur að kirkjusmíði í Flatey, og hafa eyjarskeggjar mikinn áhuga á að það tak- ist sem fyrst. Er í ráði að taka görnlu kirkjuna á Brettingsstöðum ofan og nota efni hennar að einhverju leyti í hina nýju kirkju. A sú kirkja að standa á miðri eynni þaðan sem er mjög vítt og fagurt útsýni. Flateyjar- .sókn er með minnstu og afskekktustu sóknum landsins og er ekki óliklegt, að burtfluttir íbúar og raunar fleiri verði til að rétta hjálparhönd til þessa verks. Austfirzku prestarnir, séra Þorgeir Jónsson prófastur á Eskifirði og .séra Sigurjón Jónsson í Kirkjubæ, voru á ferð í Reykjavík eftir áramótin. Engar sérstakar kirkjufréttir sögðu þeir að austan, enda ótíð og erfiðar samgöngur það sem af var vetri. — Séra Sigurjón, sem er 74 ára, brá sér suður til að skíra dótturbam sitt og skeytti engu um færð né veður. Hann kom fljúgandi frá Egilsstöðum. Sagði, að á þann hátt tæki ferðin sig 3—4 klukkustundir að heiman suður, ef allt gengi skaplega. Hefði slíkt þótt tíðindi fyrir fáum árum.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.