Kirkjuritið - 01.02.1956, Blaðsíða 17
PISTLAR
63
ar, „apartheid“ hvítra manna og þeldökkra, og neitað hinum síð-
arnefndu um ýmis sjálfsögðustu mannréttindi. Þetta er algjört
l'rot á anda og stefnu kristindómsins, enda kemur það jafnvel í
bág við stofnskrá Sameinuðu þjóðanna. Þegar í frumkristni gætti
þess skilnings, að karl og kona væru jöfn í augum Guðs, og lit-
arháttur skipti hann engu máli. Það er blátt áfram séreign krist-
indómsins og hans innsti kjami, að hver einstaklingur hafi ei-
hfðargildi í augum Guðs, enda allir menn börn hans.
Framferði dr. Malans og dr. Strydoms, og fylgifiska þeirra í
Suður-Afríku, er því hrein andstyggð í augum vorum, og hlýtur
að teljast svívirðing á kristnum anda. Hafa og fjölmargir kristnir
leiðtogar lýst andúð sinni í garð þessara kumpána, og jafnvel
heilar kirkjudeildir fordæmt þá. Það eru líka einstaka ljósir
blettir í þessu myrkri þarna suðurfrá. Ýmsir hvítir menn, ekki
sizt prestar þar í landi, hafa risið öfluglega gegn stjórninni, skip-
að sér í fylkingar þeldökkra manna og tekið þar forystu, og ekki
bikað við að leggja líf og eignir í hættu til verndar sannleika
°g réttlæti. Einn þessara manna, er enskur prestur, Trevor Hudd-
leston að nafni. Er almælt, að hann hafi verið ódeigur og öflugur
niálsvarsmaður „sinna minni bræðra“, brjóstvörn þeirra og
vemdarengill, þrumað gegn „apartheid“ og sagt stjórninni óspart
°g óþvegið til syndanna.
En nýlega gerðust þau illu tíðindi, að kirkjustjórn hans á
Englandi kallaði hann þangað heim til starfa. Er í hámælum
baft, að sumir leiðtogar þar í landi hafi ekki talið hann „heppi-
legan“ þarna suður frá af stjórnmálalegum ástæðum. Þætti hann
fara helzt til geyst í sakirnar. Ef svo er, er það þeim til vafasams
beiðurs. Því hans var sannarlega þörf þar syðra, enda hafa hinir
^nórgu, en máttarlitlu skjólstæðingar hans sárbeðið séra Trevor
að fara hvergi. Þeir hafa líka margskorað á yfirmenn hans að
faka aftur köllun hann til heimalandsins. En það hefir komið
fyrir ekki, og prestur telur sig neyddan til að hlýðnast yfirboð-
nrum sínum. Þar brestur hann á spámannsdæmið. En einhver
bkti þessu áfalli þeldökkra manna við það, „að Gideon hefði
allt i einu verið kallaður frá því að kollvarpa ölturum Baals og
sagt að fara að rækta melónur“.