Kirkjuritið - 01.02.1956, Blaðsíða 36

Kirkjuritið - 01.02.1956, Blaðsíða 36
82 KIRKJURITIÐ Menn minnast þess líka nú, að Alexios patriark, sem var höfuðbiskup í Leningrad á styrjaldarárunum, stóð á verði sínum þá 1000 daga, senr um- Sátrin stóð um Leningrad, hinum hrjáðu borgurum til hvatningar og hjálpar...... Alls staðar í Ráðstjórnarríkjunum eru ráð undir yfirstjórn rikisins, sem annast samskipti ríkisins og rétttrúnaðarkirkjunnar, og eins að sjálfsögðu allra annarra kirkjudeilda og trúfélaga. Formenn ráðanna í Moskvu eru æðstu leiðtogar þessara ráða. Karpov ráðherra er formaður ráðsins, sem annast samskipti ríkisins og rétttrúnaðarkirkjunnar. Polianski ráðherra er hins vegar formaður þess ráðsins, sem hefir afskipti af öðrum kirkjufélögum. Báðir þessir menn, og öll ráðin á þeim stöðum, sem við heimsóttum, tóku okkur með mikilli vinsemd og svöruðu greiðlega og af undraverðri þekkingu öllu því, sem okkur kom til hugar að spyrja um. Það stóð held- ur ekki á þeim að greiða fyrir okkur, ef við óskuðum að kynnast einhverju á veraldlegu sviði. Það leyndi sér ekki, að víðast hvar var opinská og vin- gjarnleg afstaða milli fulltrúa ráðanna og kirkjuleiðtoganna, og manni gat ekki dulizt, að ráðsfulltrúar auðsýndu kirkjuhöfðingjunum mikla virðingu og tillitssemi. Við getum náttúrlega ekki dæmt um, hver kunni að vera áhrif þessara ráða á hið hversdagslega kirkjulíf. En sem sagt, kirkjan verður að leita til þeirra, ef menn vilja reisa kirkjur. Og nýjar kirkjur eru reistar í dag í Ráðstjórnarríkjunum. Ráðin verða líka að heimila efniskaup til endurbygg- inga kirkna, og mjög margar — og dýrar — endurbyggingar eru nú á döf- inni. Varið hefir verið meira en 12 milljónum rúblna til einnar kirkju í því skyni. Ríkið sjálft endurreisir líka kirkjur þessi árin. En þá er aðeins um þær kirkjur að ræða, sem ekki eru lengur notaðar til guðsþjónustuhalds, annars verður kirkjan sjálf að greiða allan kostnaðinn. Við spurðum Karpov ráðherra, hvort ekki væri hugsanlegt, að ríkið rétti hjálparhönd, þótt um safnaðarkirkjur væri að ræða, ef þær hefðu ótvírætt menningargildi, og krefðust mikilla fórna af hálfu safnaðarins. Ráðherrann svaraði brosandi með þessum orðum: „Nei, það gerum við ekki, og kirkjan hefir heldur ekki farið fram á það við okkur. Ég get líka hæglega bætt því við, að ég hefi alls ekki þá tilfinningu, að kirkjuna skorti fé!“ Ummæli ráðherrans koma alveg heim við hugmynd vora um ótrúlega fómfýsi safnaðanna........ Það er alveg víst, að þrátt fyrir allt þetta er háð hin harðasta barátta um rússnesku þjóðarsálina. Hinir nýju „guð.ir“ eru voldugir, og ríki þeirra er af þessum heimi. Engum er víst heldur fært, né kærir neinn sig um að neita því, að þeim hefir tekizt að framkvæma kraftaverk. En um allt þetta

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.