Kirkjuritið - 01.02.1956, Blaðsíða 44
90
KIRKJURITIÐ
Boðað var, að fyrsta i'itgáfa Biblíunnar á rússnesku eftir byltinguna
kæmi út í byrjun þessa árs. Ekki er vitað um eintakafjöldann, en talið að
hann skipti hundruðum þúsunda. Skorti ekki pappír, mun hann brátt kom-
ast yfir milljónina, því að vænzt er mjög mikillar eftirspurnar.
Nýr erkibiskup í Jórvík. Dr. Michael Rarnsay, biskup í Durham,
hefir verið skipaður í það embætti. Er því almennt fagnað, enda er hann
sagður kennimaður góður og kunnur rithöfundur.
Ragnar Forbeck prestur í Osló fékk friðarverðlaun Stalins árið 1955.
(180 þús. norskar krónur). Út af þessu hafa spunnizt nokkur blaðaskrif í
Noregi. Sumir telja kristnum presti ekki sæmandi að þiggja verðlaun af
einvöldum, sem hyggi á alheimsbyltingu. Aðrir kveða prestinn lofsverðan
og alls góðs maklegan fyrir áhuga sinn á eflingu friðarins, og skipti engu
máli, hvort hann hljóti viðurkenningu fyrir það úr „austri“ eða „vestri“.
Vígsluneitun Bauns biskups í Vébjörgum í Danmörku til handa cand.
theol Helga Jensen, sem Bodil Koch hefir skipað aðstoðarprest í Skive leiddi
til harðra átaka í Danmörku. Hinir dönsku biskuparnir vildu í fyrstu ekki
brjóta í bág við ákvæði hans með því að vígja ungfrúna, sem söfnuðurinn
æskir samt eindregið eftir. Ætluðu menn að það myndi kosta lagasetningu að
kippa þessu í lag. Því að vafalaust hlaut Helga að bera sigur af hólmi, enda
þrír kvenprestar fyrir í Danmörku. Nú hefir Erik Jensen Alaborgarbiskup
ákveðið að vígja ungfrúna. — í sambandi við þetta mál er rétt að geta
þess, að síðasti biskupafundur í Noregi samþykkti með 6 atkvæðum af
9 þessa ályktun: „Meiri hluti biskupafundarins, biskupar Hamars, Agda,
Stafangurs, Niðaróss, Norður-Hálogalands og Suður-Hálogalands aðhyll-
ist samþykkt meiri hluta biskupafundarins 1939 um það, að allir leik-
menn (karlar og konur) skuli eiga jafnan rétt á því að fá að tala við
venjulegar guðsþjónustur. Bendir fundurinn á það, að samkvæmt gild-
andi lögum séu konur jafn réttháar karlmönnum til þess að boða Guðs orð
í kirkjunni við aðrar athafnir en guðsþjónustur og að prestur og safnaðar-
fundur ráði því, að hve miklu leyti leikmenn starfi við guðsþjónustumar."
Yfirbískup Spánar, Segura y. Sáenz kardináli og erkibiskup í Madrid,
gerizt gamlaður og hálf elliær. Kvartar hann m. a. yfir því, að rannsóknar-
réttarins nýtur ekki lengur við og páfinn sé linur að berja á villitrúarmönn-
um. Nú hefir karli verið skipaður aðstoðarbiskup, Jóse Maria Bueno Monreal,
og er til þess ætlazt, að hann taki við starfi hins fyrrnefnda með fullri
ábyrgð.