Kirkjuritið - 01.02.1956, Blaðsíða 38
Viðtal við séra Koberl $ack
Séra Robert situr hjá mér sællegur og hress í bragði, og hann svarar
ýmsum spurningum mínum. Fyrst um prestsskap hans vestan hafs. Hann
þjónaði í rúm tvö ár Árborgar- og Riverton-söfnuðum, en í hvorum um
sig eru sveitaþorp með um 1000 íbúa og svo sveitasöfnuðir. (Víðir, Geysir,
Framnes og Hnausar.) Þama búa aðallega íslendingar, Pólverjar og Ukran-
íumenn, auk nokkurra af enskum ættum. Landið er marflatt og vel ræktað,
efnahagur dágóður, mjög sólríkt. Staðviðri að vetrinum. Jafnaðarlega mess-
að tvisvar á hverjum sunnudegi að vetrinum, en þrisvar að sumrinu. Þótt
vegimir séu vondir, jafnvel á íslenzkan mælikvarða, sums staðar, er samt
venjulega hægt að komast á bíl hvert, sem maður vill. Um 30 km voru
milli kirkna að meðaltali. Kirkjusókn var prýðileg. Allt að 80 af hundraði
sækja kirkju að jafnaði. Séra Robert messaði alltaf á ensku, þegar frá leið,
enda fáir, sem skilja vel íslenzku, nema gamalt fólk. Hann gifti aðeins ein
hjón á íslenzku, en jarðaði oft á báðum málum, ensku og íslenzku.
Þetta kveður hann aðallega skilja preststarfið þar og hér: Prestarnir taka
miklu meiri þátt í daglegu lífi safnaðanna fyrir vestan. Sjálfsagðir á hverri
samkomu, framámenn í flestum félagsmálum. Algengast, að þeir séu önnum
kafnir við preststörf og samkomuhald flesta daga. Húsvitjanir tíðkast ekki,
en prestum er gert viðvart og þeir beðnir að heimsækja gamalt fólk og
sjúka. Þeir hafa hönd í bagga með sunnudagaskólahaldi, en fermingar-
undirbúningur er svipaður og hér. Þar er líka siður, að prestar skiptist á
messum og heimsæki oft hver annan.
Séra Robert segir mér frá þeirri samkomunni, sem honum er einna minn-
isstæðust. Hún fór fram í Indíánafylki norður af Árborg í Manitoba.
(Þ. e. Landi andanna.) Ættflokkur þessi hafði innfæddan prest, sem til-
heyrði ensku biskupakirkjunni. Árlega greiðir rikið ákveðin sáttmálsgjöld
til Indíána. Er þá mikil hátíð og fenginn að ræðumaður.
Þarna var séra Robert í fyrra sumar. Miklar tjaldbúðir stóðu á fögrum
velli umkringdar risavöxnum trjám. Fjórir rauðklæddir lögreglumenn úr
riddarasveit Kanada sátu hjá griðarmiklum peningakassa í opnu tjaldi og
greiddu Indíánum skattinn, sem komu víðsvegar að, ríðandi, gangandi
og akandi, jafnvel á kajökum eftir ánni. Útborgunin stóð yfir á annan dag-
Síðara kvöldið var allt svæðið uppljómað með blysum og ljóskerum, og var