Kirkjuritið - 01.02.1956, Blaðsíða 24

Kirkjuritið - 01.02.1956, Blaðsíða 24
Skaiískyld ívcim hcimum „Gjaldið þá keisaranum það, sem keis- arans er, og Guði það, sem Guðs er.“ Borgarar jarðar og borgarar himins í senn, segir Kristur að vér séum, og ég þarf ekki að leita langt til að finna dæmi. Ég lít út um skrifstofugluggann og horfi á hávaxið tré, sem bar á liðnu sumri krónur og blöð. Það er, eins og ég, tveggja heima barn: Með rótum sýgur það næringu úr myrku móðurskauti moldar, en einnig með blöðum úr lofti og Ijósi sólar. Svo er maðurinn, barn myrkrar moldar og jafnframt lofts og ljóss, sonur himins og jarðar í senn og skattskyldur báðuin: jörð- inni, sem hann stendur fótum á, og himninum, sem hann lyftir höfði mót. Hvernig innum vér þessa tvöföldu skattskyldu af hendi? Hvernig greiðum vér íslenzkir menn keisaranum skattinn? Eða m. ö. o., hvernig liögum vér oss í þjóðfélaginu? Eftir margra alda örbirgð, sem oft var „borin konunglega", eins og séra Matthías sagði um Sigurð málara látinn, og eins og hann hafði séð móður sína bera skort og skapraunir, hefir örlagahjólið snúizt svo, að nú búum vér við svo mikla efnalega velsæld, að flestir höfðingjar sögualdar á íslandi voru fátækir vesalingar hjá miðlungstekjumanni í þjóðfélagi voru nú, — hvað þá, ef miðað er við þá, sem báru hungrið og skortinn. Og er það þá ekki hróplegt, að nú skulum vér haga oss þann veg í þjóðfélaginu, að fjárhagskerfi þjóðarinnar riðar eins og hrynj- andi skipaborg yfir höfði voru? Vér viljum helzt ekki gjalda keisaranum neitt, en heimtum, að þjóðfélagið gjaldi sjálfum oss skattinn í ótal myndum. Vér krefjumst frelsis, en notum það sem skálkaskjól, og síngirnis- kapphlaupið er svo blint, eiginhagsmunahyggjan svo skefjalaus,

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.