Kirkjuritið - 01.02.1956, Blaðsíða 21

Kirkjuritið - 01.02.1956, Blaðsíða 21
PISTLAR 67 girtir eða lokaðir inni. Dyrum er ekki læst frekar en gert er á vinnuheimilum. Eftirlitsmenn og verkstjórar eru ýmist sumir eða allir úr hópi fanganna sjálfra. Þannig bera þeir fulla ábyrgð á störfum sínum og hegðun, eins og frjálsir menn. Og þeim er í lófa lagið að strjúka, ef þeim sýnist. Hins vegar eru þeir dæmdir til að vera þarna ákveðinn tíma, og vita, hvaða viðurlög gilda, ef reglur eru brotnar, eða farið burt í óleyfi. Sagt er, að skýrslur sýni, að þessi aðferð gefist næstum ótrú- lega vel. Lítill liluti strýkur, og margir þeirra, sem það gera, hverfa aftur af sjálfsdáðum. Skilningur manna á gæðum og gildi frelsisins vex einnig með þessu móti. í stað þeirrar beizkju og mannhaturs, sem myrkir klefar og kaldir járnhlekkir oftast auka, mildast menn og eflast að víðsýni í vitund þess, að með þá er farið eins og menn, og þeim auðsýndur góðvilji og hjálp- semi. Þeir venjast og störfum og ábyrgð og svipuðum lífsvenj- Um, sem þeim eru hollastar, eftir að vist þeirra þarna er lokið. Þetta verða því eiginleg betrunarhús. Þótt vér íslendingar stöndum eflaust allframarlega í þessum málum, er oss gott að fylgjast með því, sem bezt gerist með grannþjóðum vorum á þessu sviði. í þessu sambandi er Ijúft að minnast fangahjálpar þeirrar, sem Oscar Clausen rithöfundur hefir starfrækt á undanförnum árum. Þar er efalaust um fagurt fordæmi að ræða, sem hefir þegar orðið til mikillar hjálpar og væntanlega á eftir að hafa oiargt gott í för með sér. Eitraðir brunnar. Ég liefi aldrei getað gleymt einni frásögn úr Abbessiníustyrj- öldinni. ítalir höfðu varpað sprengjum á hóp innfæddra manna þar suðurfrá. Ef til vill þegar flugforinginn lýsti því, hvernig blóðbogarnir þeyttust upp í loftið og minntu á rauðar rósir, sem opnuðust mót auga hans, er hann horfði á verk sitt úr flug- velinni. Hvað sem því líður var frá því hermt, að þegar særðir, brenndir og limlestir Abessiníumenn, sem ekki kunnu að varast

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.