Kirkjuritið - 01.02.1956, Blaðsíða 34

Kirkjuritið - 01.02.1956, Blaðsíða 34
Kirkjulíf í Rússlandi . .. .Erik Jensen Álaborgarbiskup var í dönsku, kirkjulegu sendinefndinni, sem fór í boði Ráðstjórnarríkjanna til Rússlands á öndverðum þessum vetri. Greinar hans um förina liafa bæði birzt í „Aftenberlingeren“ og „Præste- foreningens Blad.“ Þar sem marga mun fýsa að fá sem sannastar fréttir af kirkjumálunum austan jámtjalds“, fer fyrsta grein biskupsins hér á eftir í nokkuð styttri þýðingu...... Það var raunar talsverður viðburður, að hans heilagleiki Alexios, erkibisk- up í Moskvu og yfinnaður rússnesku kirkjunnar, bauð danskri kirkjulegri sendinefnd í þriggja vikna heimsókn til að kynna sér líf og kjör kirkjunnar í Ráðstjórnarríkjunum. Að því er ég bezt veit, hefir þetta aldrei gerzt áður. Þess er líka vert að geta, að einkunarorð heimboðsins voru þessi úr æðsta- prestsbæn Jesú: „Allir eiga þeir að vera eitt.“ Þar með var það strax í upp- hafi tekið skýrt fram, að okkur yrði tekið sem fulltrúum ákveðinnar bróður- kirkju, sem menn æsktu að hafa samband við. Við fengum oft átakanlegar sannanir þess, að þessari hugsun hafði ekki aðeins skotið upp í huga valdamanna andlegu stéttarinnar í Moskvu. Trú- aðir leikmenn í alþýðustétt langt frá höfuðborginni voru alveg á sömu skoðun. Það þurfti steinhjarta til þess að hrærast ekki, er trúaðir menn þyrptust að okkur hundruðum, já, stundum þúsundum saman, og hættu ekki að kyssa hendur okkar fyrr en bílhurðinni var miskunnarlaust skellt í lás. Slikt var ósvikið tákn um þrána eftir andlegu samfélagi. En er í raun og sannleika til starfandi kirkja í Ráðstjórnarríkjunum, og hefir hún frelsi til að lifa á þeim andlega arfi, sem mótað hefir bæði guðs- þjónustuna og guðræknina um aldaraðir í þessu volduga ríki? Eða hjarir hún eingöngu sakir þess, að leiðtogar hennar hafi beygt sig fyrir nýju valdhöfunum, og gerist leiguþý þeirra í garð trúaðra leikmanna? Sennilega treystist enginn til að svara þessu með fyllsta öryggi. Maður neyðist ósjálf- rátt til að tala í lágum rómi og með margs konar fyrirvara eftir þriggja vikna ferð í víðlendu ríki, þar sem rnaður rakst í fyrsta sinni á kirkju með eldforna erfikenningu, og ríkisvald, sem gert hefir stórkostlegri átök á tæknileg- urn og andlegum sviðum en unnt er að gera sér grein fyrir. Samt hika ég ekki við að halda fram, að við höfum komizt í kynni við kirkju með lifandi

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.